Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kúabændurnir Berglind Kristinsdóttir og Jón Elvar Hjörleifsson á Hrafnagili og Hermann Ingi Gunnarsson og Ingibjörg Leifsdóttir á Klauf í Eyjafirði hafa fundið góð not fyrir heilmikinn bygghálm sem fellur til við kornrækt.
Kúabændurnir Berglind Kristinsdóttir og Jón Elvar Hjörleifsson á Hrafnagili og Hermann Ingi Gunnarsson og Ingibjörg Leifsdóttir á Klauf í Eyjafirði hafa fundið góð not fyrir heilmikinn bygghálm sem fellur til við kornrækt.
Fréttir 2. maí 2023

„Þvílíkur snilldarundirburður “

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúabændur á tveimur bæjum í Eyjafirði hafa síðan í haust eingöngu notað heimagerðan undirburð úr bygghálmi. Með því telja þeir sig hafa sparað á fimmtu milljón króna. Bændurnir eiga sér draum um framleiðslu.

Bændur urðu varir við aðfangaverðshækkanir í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Samhliða hærra heimsmarkaðsverði á timbri fór hærra verð á undirburði að bíta marga þá sem þurfa drjúgan skerf af honum.

Draumur bændanna er að hefja framleiðslu á undirburðinum sem gæti að sögn Hermanns sparað bændum um 400 milljóna króna innflutning.

Kúabændurnir Hermann Ingi Gunnarsson og Ingibjörg Leifsdóttir á Klauf og Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir á Hrafnagili í Eyjafirði rækta umtalsvert mikið af korni. Síðastliðið haust brugðu þau á það ráð að þurrka bygghálm og vinna úr honum undirburð með eftirtektarverðum árangri.

Þau hirtu hálminn þurran, rúlluðu honum með hálmstillingu, því þá er það lausara í sér, og þurrkuðu svo rúllurnar í kornþurrkunaraðstöðu sinni á Hjalteyri. „Þar eru ristar í gólfinu sem þjóna sem forþurrkun. Við röðuðum rúllunum á ristarnar og þær þornuðu á ótrúlega skömmum tíma. Með því móti er fljótlegt að mala hálminn,“ segir Jón Elvar.

Á Hjalteyri búa þeir Jón Elvar og Hermann svo vel að hafa aðgang að hinni kunnu færanlegu kögglaverksmiðju Stefáns Þórðarsonar í Teigi sem Þórður Stefánsson, sonur hans, hefur nú tekið við. Með vélinni var hálmurinn malaður í undirburð. Hermanni telst til að hafa unnið úr um 40 rúllum og mun undirburðurinn duga þeim báðum út árið og rúmlega það.

„Þetta er alveg þvílíkur snilldarundirburður. Það er miklu skemmtilegra að eiga við þetta en sag. Hálmurinn tollir betur í básunum og fyllir vel í þá og það verður einhvern veginn meira úr honum,“ segir Jón Elvar. Hann nefnir einnig að líftölumælingar hafi sýnt lægri gildi eftir að þau tóku upp notkun á hálminum, sem þau Berglind nota án allra sótthreinsiefna.

Kýr og kálfar kunna vel við undirburðinn. Jón Elvar segir að líftölumælingar hafi sýnt lægri gildi eftir að þau Berglind tóku upp notkun á hálminum.
Gætu sparað hundruð milljóna króna innflutning

Ekki nóg með það, heimagerði undirburðurinn reynist sparnaðarráð. Þannig segist Jón Elvar hafa greitt um 1.700 þúsund til tvær milljónir króna í undirburð á ári, fyrir verðhækkanir. „Kílóið er komið upp í 100 til 150 krónur. Það er alveg galið að kaupa þetta. Sagið er orðið dýrara en kjarnfóðrið. Ef kornuppskeran klikkar þá er þetta alltaf að fara að bæta hana upp. Í raun er hálmurinn orðinn verðmætari en kornið.“

Sem nokkuð stórtækir kornræktendur búa bændurnir því að mögulegu hráefni til nokkuð stórtækrar framleiðslu á undirburði. „Draumurinn er að gera meira úr þessu, að geta þurrkað, malað og pakkað hálmi og selt hann. Við gætum framleitt miklu meira en við þurfum. Maður fær um 15 rúllur á hektara af hálmi, oft meira. Ég einn fæ svona 400 rúllur á ári,“ segir Jón Elvar.

Gríðarleg tækifæri

Verðmæti slíkrar undirburðarvinnslu gætu því orðið töluverð en Hermanni reiknast til að bændur eyði um 400 milljónum króna á ári í innflutt sag til undirburðar.

„Um 2.800 tonn af undirburði er flutt til landsins á hverju ári. Það má gera ráð fyrir því að notkun á kúabúum séu um 2.000 tonn en svo er hann einnig nýttur í alifuglarækt, svínarækt og í hesthúsum. Það eru gríðarleg tækifæri í vinnslu undirburðar hér á landi, ekki bara með bygghálmi – hér er líka ræktaður sandreyr sem ég sé fyrir mér að hægt væri að mala í undirburð. Það hlýtur að vera kolefnisbetra fyrir okkur að nýta eitthvað sem fellur til hér á landi frekar en að fella tré í útlöndum til að nota sem undirburð hér,“ segir Hermann.

Skylt efni: undirburður

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...