Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Fréttir 16. júlí 2020

„Smjörolía“ í bernaisesósunni

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í 12. tölublaði Bændablaðsins 18. júní sl. var fjallað um gervirjóma, eða þeytikrem, sem oft væri seldur fólki í stað hefðbundins rjóma. Í viðbrögðum við fréttinni barst blaðinu önnur ábending um vöru sem seld er í brettavís á Íslandi, svokölluð „smjörolía“, þó ekkert smjör sé að finna í henni. Veitingamenn nota olíuna til dæmis í staðinn fyrir ekta smjör til þess að búa til hina vinsælu bernaisesósu.  
 
Samkvæmt orðabók er smjörolía afurð sem fá má úr mjólk, rjóma eða smjöri með því að fjarlægja úr því vatn og fitulaust þurrefni. Orðið nær einnig yfir unna olíu úr smjöri  sem kölluð er „ghee“ og er vinsæl heilsuvara.
 
Í yfirferð um vöruupplýsingar á íslensku á vefsíðum heildverslananna Ísam, Garra, Innness og Danól er alls staðar að finna nafnið „Smjörolía“ yfir jurtaolíuna. Erlendar umbúðir gefa hins vegar réttar upplýsingar til kynna því þar kemur skýrt fram að hér sé á ferðinni „jurtaolía með smjörbragði“. Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar gerir vel en þeir auglýsa á vefsíðu sinni „Sunbest olíu með smjörbragði“.
 
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fjallar um jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefbundinna mjólkur- og kjötvara í pistlinum „Hvað er kjöt og hvað er mjólk?“ í nýju Bændablaði. Deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...