Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Röngu flagga öngvu“
Menning 29. maí 2024

„Röngu flagga öngvu“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Snorra Aðalsteinssyni.

Snorri Aðalsteinsson.

Hann er fæddur árið 1962 og uppalinn á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og bjó þar fram yfir tvítugsaldur. Segir á bókarkápu að fólkið, umræðan og orðfærið þar hafi orðið honum innblástur til ljóðrænnar hugsunar. Snorri býr á Hornafirði þar sem hann stundaði lengst af veiðar á trillu og var hann m.a. frá árinu 2002 og um allnokkurt skeið formaður Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Höfn. Hann starfar hjá Alcoa Fjarðaáli.

„Einveran á miðunum veitti honum gott næði til að hugsa í bundnu máli,“ segir á kápu og jafnframt:

„Þrátt fyrir að næðið sé minna nú, halda ljóðin áfram að verða til. Sum þessara ljóða litu ekki dagsins ljós fyrr en Ragnar Ingi, frændi hans frá Vaðbrekku, togaði þau upp úr skúffunni og hvatti til útgáfu.“

Ljóðabókin Gullvör kom út árið 2022 og er höfundur útgefandi. Bókin er 85 síður og skiptist í nokkra kafla: Ljóð og lausavísur, Engilsaxnesku og Af hagyrðingamótum.

Páskareið

Um bljúga bænadaga,
í blíðu er gott að ríða.
Blanda geði glöðu,
góðhesta í stóði.

Taka klár til kosta,
kaupa hross á hlaupum.
Staldra við um stundu,
stelast ögn í pelann.
Þeysa mikinn þjónar
þarfir, Örn og Narfi.

Í vekurð jafnt sem vilja,
vaxandi er Axel.
Reglumenn í reiðum,
röngu flagga öngvu.
Helgisvip þeir hafa,
heitra bæna leita.

Varhug ber í vegi,
varnir bresta atarna.
Magga ríður meri,
mátuleg í látum.

Hryssa ei klára hrífur,
hrelldar sinar geldings.
Rjóðir sig knapar ræskja,
rísa hátt og frísa.

Gullvör, ljóð, bls. 56.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...