Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bára Péturs með maríulaxinn úr Jöklu.
Bára Péturs með maríulaxinn úr Jöklu.
Í deiglunni 18. október 2019

„Maríulaxinn var sterkur“

Höfundur: Gunnar Bender
„Við maðurinn ákváðum að skella okkur einn dag í Jōklu áður en tímabilið væri búið,“ sagði Bára Péturs er við spurðum um veiðitúrinn í Jöklu fyrir skömmu og þar átti ýmislegt eftir að gerast.
 
„Jōkla sjálf var kakó svo að við veiddum hliðarárnar. Við vorum búin að sjá eitthvað af fiski en ekkert fengið. Þegar við komum að Laxárós var ákveðið að kasta spún, en við höfðum verið að kasta flugu fyrir það. Það var búið að segja okkur frá spún í Veiðiflugunni sem heitir „Remen mōre silda“, kopar með svartri rönd og18 grömm og ákvað var að prufa hann. Ég var búin að taka nokkur kōst en ekki orðið vōr við neitt, festi spúninn einu sinni en ákvað svo að kasta aftur, og fannst ég vera fōst aftur, hugsaði með mér, jesús minn, þetta ætlar að ganga brösuglega, svo allt í einu fór stöngin að hristast og kengbognaði. Ég vissi lítið hvað ég var að gera enda bara í 4. skipti sem ég fer að veiða svona. Ég gargaði á manninn minn og sagði að ég væri með fisk, hann leiðbeindi mér hvað ég ætti að gera. 
 
Ég var sirka 10 mín. að landa laxinum. Ég hef aldrei lent í öðrum eins átökum við fisk og var alveg gáttuð á því hvað þeir geta verið sterkir. Það byggðist upp alveg rosaleg spenna á þessum 10 mín. og fékk ég hálfpartinn spennufall þegar laxinn var kominn í land, þetta var 75 sentímetra hængur. Það var rosaleg gleði hjá mér og brosið náði sennilega tvo hringi um andlitið, hjartað hamaðist á milljón, maríluax kominn á land! Ég var enn rosalega gáttuð á því hvað hann var sterkur og hvað þetta var erfitt, en svo stolt af sjálfri mér á sama tíma. Þetta varð til þess að ég varð alveg veik, nú þýðir ekkert annað en að skella sér til Björgvins í Veiðiflugunni og galla sig upp fyrir næsta sumar og ná næsta laxi á flugu,“ sagði Bára enn fremur.

Skylt efni: Jökla | stangveiði

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...