Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sölvi Arnarson, formaður Félags ferðaþjónustubænda.
Sölvi Arnarson, formaður Félags ferðaþjónustubænda.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 3. júní 2021

„Eigum í dag miklu meiri samleið með Samtökum ferðaþjónustunnar“

Höfundur: smh

Félag ferðaþjónustubænda (FFB) stefnir á að hætta að skilgreina sig sem búgreinafélag innan Bændasamtaka Íslands og ganga til samstarfs við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF). Hyggst stjórnin leggja fram tillögu þess efnis á aðalfundi félagsins 9. júní.

Sölvi Arnarsson, formaður FFB, segir þessar hugmyndir hafa verið til umræðu hjá stjórn á undanförnum mánuðum auk þess sem hún hafi átt í viðræðum við stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) um þessa þróun mála.

Meiri samleið nú með SAF

„Það að FFB sé skráð sem búgreinafélag er kannski ekki lengur í takt við tímann. Við munum því færa okkur til hliðar með öðruvísi aðild en hin búgreinafélögin sem munu sameinast Bændasamtökunum. Okkar hagsmunagæsla, eins og hún er í dag, á miklu meiri samleið með SAF. Margir af okkar félögum eru þar innanborðs nú þegar. Eitt af mikilvægum verkefnum sem bændur hafa unnið að í gegnum tíðina er að koma ferðaþjónustu í dreifbýli á framfæri og það var gert á sínum tíma með því að hafa FFB sem búgreinafélag.

Nú er verið að breyta félagskerfinu hjá BÍ og settar áherslur á nýja þætti í starfinu. Auðvitað verður ferðaþjónusta bænda alltaf hluti af BÍ og ferðaþjónustubændur verða áfram til, en nú til dags er það orðið miklu algengara að þetta séu sveitahótel, kannski með lítinn frístundabúskap, frekar en að um bændur séu að ræða með ferðaþjónustuna aukalega,“ segir Sölvi.

Ferðaþjónustan vaknar til lífsins

Að sögn Sölva hefur mikið líf færst í ferðaþjónustuna á landsbyggðinni að undanförnu. „Það er nú strax byrjað að koma ferðafólk. Við höfum fengið talsvert af Bandaríkjamönnum og Bretum. Ég er svo heppinn að vera staðsettur nánast við hliðina á Geysi á Gullna hringnum og við finnum að það er mjög mikill ferðahugur, sérstaklega hjá Bandaríkjamönnum, að koma til Íslands.

Við erum bjartsýn og tilbúin. Það er auðvitað heilmikið átak fyrir marga að dusta rykið af öllu eftir rúmt ár og margir að glíma við þann draug að innviðirnir úr fyrirtækjunum eru farnir. Margir hafa þurft að segja upp starfsfólki og hjá einhverjum verður þetta áskorun þegar allt fer á fullt. Þetta reddast nú allt saman samt,“ segir Sölvi. Hann nefnir dæmi um hvernig þróunin var hjá þeim í Efsta-Dal, að staðan fyrir faraldurinn var sú að venjulega fóru kannski tvö til þrjú þúsund bílar á hverjum degi Gullna hringinn, sem allt í einu hrapaði niður í þrjá til fjóra bíla á hverjum degi.

„En það sem ég hef heyrt almennt hjá mínum félagsmönnum þá eru þeir bara spenntir og tilbúnir að bretta upp ermar, með öllum þeim verkefnum sem þeir fá í fangið,“ bætir hann við.

Sölvi segir að einhverjir ferðaþjónustuaðilar hafi ekki þolað mögru mánuðina og þurft að hætta rekstri, en í raun urðu þeir miklu færri en óttast var að gæti orðið. Hann segir að því sé að miklu leyti að þakka sá stuðningur sem greinin fékk með úrræðum stjórnvalda og sveitarstjórna; hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkirnir og viðspyrnustyrkirnir. „Þetta hefur verið lífæð og bankarnir sömuleiðis verið að mestu leyti samvinnuþýðir.

Svo verð ég að nefna að það hefur verið ótrúleg samstaða meðal bænda á þessum tímum. Ég starfaði í viðbragðsteymi Bændasamtakanna þegar faraldurinn fór af stað og það var afar ánægjulegt að sjá þann fjölda fólks úti um allt land sem var tilbúð að vera í viðbragðsstöðu – og þar með talin Bændasamtökin sjálf. Við hér í Efsta-Dal erum með meðal kúabú þannig að við gerðum okkur vel grein fyrir hagsmunum bænda á þessum óvissutímum.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...