Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Gnarr.
Jón Gnarr.
Mynd / TB
Fréttir 24. apríl 2020

„Ég trúi á hið fornkveðna: Þetta reddast!“

Höfundur: Ritstjórn

Í nýjum Kaupfélagsþætti í hlaðvarpi Bændablaðsins heldur Jón Gnarr því staðfastlega fram að það eigi að efla innlenda matvælaframleiðslu. Hann vill átak í því að bæta kjör og aðstæður garðyrkjubænda og segir nýjar reglur um innflutning á hampfræi alveg gráupplagðar. Að venju eru komið víða við og fátt sem er Jóni óviðkomandi. Hann rifjar upp tilraunir manna við innflutning á froskum og sauðnautum til Íslands og spyr hvort ekki séu sóknarfæri í því að rækta kanínur til manneldis.

ORG-International

Jón tekur dýfu í flugvallarumræðuna sem bar á góma í síðasta Bændablaði þar sem m.a. var kynnt hugmynd um byggingu alþjóðaflugvallar við Bessastaði. „Getum við ekki fengið smá pólitískan stuðning við svona hugmynd, að reisa alþjóðlegan flugvöll þarna einhversstaðar lengst úti á skerjum og væri svolítið töff? Hann væri úti á sjó eiginlega, samt væri stutt að fara frá Reykjavík og frá Álftanesi út á hann. Hann héti The Olafur Ragnar Grimsson International Airport. Það er um að gera að láta sig dreyma!“

Verðum fljót upp úr COVID-lægðinni

Íslendingar lifa alltaf í voninni að mati Jóns sem hefur trú á því að ferðamenn muni streyma hingað til lands fyrr en varir. Færri komist að en vilji. „Það verða fljótlega mikil uppgrip í öllu umstangi, vinnu og þjónustu. Jafnvel sem aldrei fyrr. Ég trúi á hið fornkveðna: Þetta reddast!“

Óskar eftir bréfum frá hlustendum

Í lok þáttar óskar Jón Gnarr eftir að komast í bréfasamband við hlustendur Kaupfélagsins í gegnum netfangið kaupfelagid@bondi.is. „Þið getið sent mér tölvupósta með athugasemdum, kvörtunum og leiðréttingum en vonandi hrósi. Ég er meira að óska mér þess að fá hrós og hugmyndir. Það væri verulega gaman að heyra frá ykkur,“ segir Jón.

Kaupfélagið er aðgengilegt í spilaranum hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...