„Breiddu ljóssængina yfir mig“
Mynd / aðsendar
Líf og starf 23. desember 2025

„Breiddu ljóssængina yfir mig“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin ljóðabókin Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.

Titill ljóðabókarinnar Hvalbaks er á bókarkápu útskýrður sem „Orðið hvalbak eða jökulflúð er í jökla- og jarðfræði haft um klöpp sem skriðjökull hefur sorfið þannig að hún líkist helst baki á hval.“

Höfundur Hvalbaks, Maó Alheimsdóttir, er fædd árið 1983 og uppalin í Póllandi. Hún stundaði nám í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla í París og lauk BA-prófi í íslensku sem öðru máli með bókmenntafræði sem aukagrein við Háskóla Íslands. Hún lærði íslensku sem annað mál á fullorðinsárum og var fyrsti erlendi nemandinn til að ljúka MA-gráðu í ritlist við HÍ. Maó hefur búið á Íslandi í um 20 ár og starfar í dag sem tungumálakennari og fjalla- og jöklaleiðsögumaður, er búsett í Reykjavík og fæst við skriftir.

Handritið að fyrstu skáldsögu Maó, sem út kom í fyrra; Veðurfregnir og jarðarfarir, hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021 og er af útgefanda sögð vera fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku og er skrifuð af höfundi sem lærði málið á fullorðinsaldri.

Hvalbak er önnur ljóðabók Maó. Hún hefur einnig gefið út ljóðabókina Ljóðatal (2023) og tekið þátt í útgáfu ljóðabréfa og ritverkum með öðrum höfundum. Árið 2021 framleiddi hún útvarpsþættina „Að fjallabaki“ í samstarfi við RÚV og birti pistilinn „Mín litla Mongólía“ í Tímariti Máls og menningar. Maó hefur framkvæmt gjörninga á viðburðum eins og Reykjavík Poetics (2023), „Hvalbak“ í Hafnarhúsi (2023) og gjörning fyrir Ós Pressuna á Listahátíð í Reykjavík (2024). Hún hefur verið formaður Ós Pressunnar frá 2024. Maó hefur skrifað greinar um eigin reynslu, m.a. í Heimildinni, þar sem hún fjallar um mistök á unglingsárum og hvernig hún lærði að draga lærdóm af erfiðum tímum í stað þess að dvelja í skömm. Hún lýsir einnig æsku sinni, einmanaleika og löngun til að skilja heiminn.

Hvalbak skiptist í formála og eftirmála sem eru hvorir tveggja ljóð, og þrjá innkafla sem innihalda um fimmtíu ljóð. Einnig eru teikningar í bókinni eftir höfund. Hún er 96 síður, prentuð í Þýskalandi og gefin út af Máli og menningu.

í vetrarmyrkri norðursins
gættu mín
frá biturleika og kulda
verndaðu mig
fyrir söknuði og missi
hlífðu mér

láttu mig falla
í stjörnuþoku
breiddu ljóssængina
yfir mig

(bls. 23)

ekki getin úr holdi þínu
ekki með blóð þitt í æðum mínum
aðeins með tár sem ég tíndi
uppi í brekku að hausti til

ég þvoði augu mín í þeim
skolaði syndir forfeðra minna
sem eru ekki skyldir þér

ekki í sjöunda lið
ekki úr knerri sem þú sigldir eftir sólarsteini
á alskýjuðum degi
ekki þegar þú gekkst með kú út í víkina
að næsta firði til að nema land

ég varð til úr móbergi, blágrýti, þungum
gabbróeggjum
sem jökulá slípaði í þúsundir ára
og þú tókst upp og virtir fyrir þér

ég varð til úr sandkorni sem féll ásamt
milljón öðrum sandkornum, hnullungum
björgum í gilið og myndaði aurkeilu
framan við fætur þér

ekki úr blárri baðstofu í sortulituðu pilsi
ekki úr fingrum að plokka strengi á langspili
ekki úr kveðskapnum með stuðlum, höfuðstöfum
sem barst með vetrarmyrkri út á haf

ég varð til úr síli, ljósátu, loðnu
sem hrafnreyðar gleyptu við strendur lands þíns
að vori til

ég varð til úr veðruðum beinum höfrunga
sem þú fannst í fjörunni og lagðir við hliðina
á sauðaleggjum, hornum

(bls. 11-14)

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...