Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snorri Hjartarson við skriftir úti í náttúrunni.
Snorri Hjartarson við skriftir úti í náttúrunni.
Menning 20. júní 2023

„Blessað veri grasið“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Snorra Hjartarsyni sem sagði að flest væri hægt að segja í ljóði en margt ekki hægt að segja öðruvísi en í ljóði.

„Það er svo með mig að kvæðið kemur til mín og heimtar að það sé ort; ég kemst ekki undan því að yrkja það,“ sagði Snorri, og einnig: „Það yrkja náttúrlega allir fyrir sjálfa sig, að minnsta kosti sönn skáld.“ Snorri var fæddur árið 1906 á Hvanneyri í Borgarfirði en ólst upp í Arnarholti í Stafholtstungum frá níu ára aldri. Eftir menntaskóla lagði hann stund á listnám í Kaupmannahöfn og Ósló og fékkst einkum við málaralist.

Hann sendi frá sér skáldsöguna Høit flyver ravnen í Ósló 1934 og hafði þá jafnframt birt fyrstu ljóð sín. Hann flutti svo heim og starfaði m.a. sem borgarbókavörður, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtök listamanna. Ljóðabækur Snorra urðu fjórar talsins: Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981.

Árið 1986 sæmdi heimspekideild Háskóla Íslands hann heiðursdoktorsnafnbót og er hann einn örfárra skálda sem hana hafa fengið. Snorri Hjartarson andaðist 1986.

Heimild: Landsbókasafn

Vor

Blessað veri grasið
sem grær kringum húsin
bóndans og les mér
ljóð hans,
þrá og sigur
hins þögula manns.
Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin,
felur hina dánu
friði og von.
Blessað veri grasið
sem blíðkar reiði sandsins,
grasið
sem græðir jarðar mein.
Blessað veri grasið,
blessað vor landsins.

Landslag

Í einum fossi
hendist áin niður
morgunhlíð dalsins
undir mjúku sólskýi:
ungur smali
ofan úr heiði
með ljóð á vör,
lamb á herðum.

Á Gnitaheiði, 1957.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...