Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Allt of fáar messur“
Mynd / mhh
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu, sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Vesturbyggð.

Tryggvi, sem er fæddur á Selfossi en uppalinn á Patreksfirði, er nú í Menntaskólanum á Akureyri á félagsfræðibraut.

„Ég gerðist meðhjálpari árið 2022 en þá kom Kristján Arason prestur að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka við gömlu stöðu föður míns í Saurbæjarkirkju og ég var fljótur að segja já. Meðhjálpari hefur það hlutverk að kveikja á kertum, hringja kirkjubjöllum, klæða prestinn í kyrtilinn og fara með bænir. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og gaman að vinna með séra Kristjáni, sem er frábær prestur og félagi,“ segir Tryggvi Sveinn.

En hvað segja sóknarbörnin um hinn unga meðhjálpara? „Fyrst voru allir mjög hissa að sjá mig í þessu hlutverki en í dag eru allir búnir að venjast því, enda oftast sama fólkið sem mætir í kirkjuna. Ég myndi bara vilja hafa messurnar fleiri, þær eru allt of fáar að mínu mati,“ segir Tryggvi Sveinn hlæjandi, alsæll í starfi meðhjálparans.

Þess má geta að í Saurbæ á Rauðasandi hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...