Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir tillögur um aðgerðir í loftslagsmálum. Hann sagði tímabært að taka til í málaflokknum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir tillögur um aðgerðir í loftslagsmálum. Hann sagði tímabært að taka til í málaflokknum.
Mynd / Stjórnarráðið
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Samkvæmt nýkynntum tillögum Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að framkvæmdum í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á m.a. að fara af krafti í endurheimt votlendis og vistkerfa sem sé einhver hagkvæmasta loftslagsaðgerð sem unnt er að framkvæma á Íslandi. Slíkt styðji við líffræðilega fjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Til að ná því eigi meðal annars að ráðast í markvisst átak til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum. Ryðja þurfi þó ýmsum hindrunum úr vegi og einfalda regluverk og leyfisferla til að svo megi verða. Einnig þurfi að virkja einkafjármagn, bændur og sveitarfélög.

Ein stærsta forgangsaðgerðin sé að efla bændur með fjárfestingastuðningi til að minnka áburðarnotkun, að gera rannsóknir á jarðvegi og mat á kölkunar- og áburðarþörf og styðja við bændur, samvinnu- og búnaðarfélög til að kaupa tæki til nákvæmnisdreifingar áburðar.

Vegasamgöngur og landbúnaður eru með mesta samfélagslosun og stefnt að 50-55% samdrætti hennar fyrir árið 2035 m.v. mælingar frá 2005, einkum með rafbílavæðingu íslenska bílaleigumarkaðarins og orkuskiptum í samgöngum, auk fyrrnefndra aðgerða í landbúnaði.

Eftirvænting hjá bændum

Verkefni sem lúta að endurheimt votlendis og vistkerfa, landgræðslu og skógrækt, heyra undir losun frá landi, þ.e. landnotkunarhluta loftslagsbókhalsins. Þar er og fyrirhugað að gera átak. Sagði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við kynningu tillagnanna að m.a. bændur gegndu þar lykilhlutverki.

„Ég er mjög ánægður að finna vissa eftirvæntingu hjá bændum sem ég hef talað við og hjá samtökum bænda, fyrir þessum verkefnum. En samstarf við bændur mun ekki síður lúta að því að minnka losun sem heyrir undir samfélagslosunarflokkinn. Frá búunum sjálfum og frá búrekstrinum, þeim tækjum sem eru nýtt í landbúnaði, áburðarnotkun o.s.fr. (...) Það er hægt að skila mjög miklum samdrætti í losun með því að draga úr áburðarnotkun, án þess að það hafi beinlínis áhrif á magn framleiðslunnar. Sóknarfærin í landbúnaði eru gríðarleg. Þarna er hægt að ná alls konar loftslagsávinningi hratt. Góðu fréttirnar eru þær að sá ávinningur felur oft um leið í sér beinan fjárhagslegan ávinning fyrir bændastéttina,“ sagði ráðherra.

Órafjarri markmiðunum

Ráðherra sagði tíma til kominn á tiltekt í málaflokknum og hafi undanfarið verið unnið að því í ráðuneytinu að greina stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi í loftslagsmálum svo að auka megi gagnsæi í stjórnsýslu loftslagsmála.

„Í dag erum við órafjarri því að ná þeim markmiðum sem sett voru í loftslagsmálum fyrir nokkrum árum. Umgjörð loftslagsstjórnsýslu á Íslandi hefur verið veik, markmið Íslands hafa verið óskýr og aðgerðir ómarkvissar. Það hefur ríkt upplýsingaóreiða í málaflokknum og vantað pólitíska forystu í loftslagsmálum. Orðið hefur ákveðið rof á milli markmiða og yfirlýsinga annars vegar og svo framkvæmdarinnar og aðgerða hins vegar,“ sagði ráðherra.

Ísland mun skv. tillögunum í fyrsta sinn leggja fram sjálfstætt landsákvarðað framlag í samræmi við Parísarsamninginn. Slík framlög eru sett af aðildarríkjum samningsins á fimm ára fresti, til tíu ára. Af hverju Ísland hefur ekki gert slíkt áður helgast af því að talið var að gera þyrfti losun Íslands sameiginlega upp með losun ESB og Noregs en í fyrra kom í ljós að svo er ekki.

Nái yfir allt hagkerfið

Tillögurnar voru í samráðsgátt stjórnvalda nú í september. Sagði þar að samsetning losunar Íslands væri sérstök og þáttur losunar frá aðilum innan ETS-kerfisins hlutfallslega miklu meiri en annars staðar og eins þáttur losunar vegna landnotkunar. Í tillögunni væri í fyrsta skipti lagt til tölulegt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar, þ.e. 400-500 kt CO2 íg. fyrir 2035 miðað við árið í ár.

Í öðru lagi er sem fyrr segir lagt til að setja markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005; í vegasamgöngum, orkuvinnslu, sjávarútvegi, landbúnaði og úrgangsstjórnun. Þá er útfært efnislegt markmið fyrir losun innan viðskiptakerfis ESB um samdrátt í losun frá staðbundum iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið, með stuðningi við tæknilausnir til föngunar, hagnýtingar og niðurdælingar.

Með þessum aðgerðum er landsframlag Íslands sagt ná yfir allt hagkerfið, þar sem þessar þrjár meginstoðir loftslagssamstarfs við ESB (ESR, LULUCF, ETS) taki til losunar allra geira og gróðurhúsalofttegunda.

„Í Evrópusamstarfinu fáum við úthlutað 41% samdráttarmarkmiði í samfélagslosun til 2030 m.v. árið 2025. Staðan er hins vegar sú að miðað við bráðabirgðatölur ársins 2024 þá erum við bara búin að ná 7,9% samdrætti frá árinu 2025. Við eigum því langt í land og losun úr öllum bókhaldsflokkum jókst í fyrra. Að óbreyttu stefnir í að við þurfum að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti 11 milljarða króna vegna tímabilsins 2021 til 2030, skv. útreikningum Umhverfis- og orkustofnunar,“ sagði ráðherra jafnframt.

Skylt efni: áburður | bændur | loftslagsmál

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...