Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir, horpugull@gmail.com

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt
PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 4 mm. og 4,5 mm. PRJÓNAFESTA: 10 cm. = 17 lykkjur
STÆRÐ: M

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjað upp 32 lykkjur á prjóna nr. 4.
Lykkjunum skipt jafnt á 4 prjóna og prjónað í hring stroff;
1 slétt, 1 brugðið (eða 2 slétt, 2 brugðið) alls 15 umf.
Skipt yfir á prjóna nr.4,5 og aukið út um 4 lykkjur,
þá eru 9 lykkjur á hverjum prjóni (36 l.). Prjónað slétt 5 cm. Þá eru 6 síðustu lykkjurnar á prjóni tvö prjónaðar með aukabandi fyrir þumal. Lykkjurnar settar aftur á prjóninn
og prjónað áfram 12 cm. eftir þumal og að úrtöku.

ÚRTAKA:
1. prjónn: Prjónað fyrstu lykkjuna slétt, næsta tekin af óprjónuð yfir á hægri prjóninn,
prjónað næstu lykkju slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá lykkju, prjónað prjón á enda.
2. prjónn: Prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónað 2 lykkjur saman sem eina,
prjónað síðustu lykkjuna slétt.
3. prjónn: prjónað eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prjónað eins og 2. prjónn.

Prjónað 1 umferð án úrtöku. Síðan tekið úr og úrtakan endurtekin í hverri umferð þar til eftir eru 2 lykkjur
á hverjum prjóni; 8 lykkjur alls.

Slitið frá og endinn dreginn í gegnum lykkjurnar.

ÞUMALL:
Aukaband fyrir þumal tekið úr og aukið út í hvorri vik svo að lykkjurnar séu 14 samtals.

Lykkjunum skipt niður á þrjá prjóna nr. 4,5
og prjónaðar 15 umf., tekið úr eins og á vettling.

HÆGRI VETTLINGUR:

Prjónaður eins og sá vinstri en nú eru lykkjur fyrir þumal 6 fyrstu lykkjurnar á prjóni þrjú.

FRÁGANGUR:

Gengið frá endum og vettlingar handþvegnir með volgu og mildu sápuvatni.

Skylt efni: vettlingar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...