Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002
Gamalt og gott 26. janúar 2022

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002

Í byrjun árs 2002 birtist á forsíðu Bændablaðsins frétt um að yfirvofandi væri nautakjötsskortur í lok ársins. Rætt var við Runólf Sigursveinsson, sem þá var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem sagði að dregið hefði mjög úr nautakjötsframleiðslu vegna lágs verðs til framleiðenda.

„Það hefur orðið veruleg raunlækkun á nautakjöti til bænda á undanförnum árum en mjólkin hefur að mestu  haldið í við verðlagsþróunina. Þess vegna hafa mjólkurframleiðendur, sem hafa verið með kjötframleiðslu aukreitis, farið úr í að auka mjólkurframleiðsluna og hætt við nautaeldið. Eftir standa sérhæfð bú sem reyna að ná peningum í gegnum sérhæft nautaeldi með holdablendingum. Þessi bú eru tiltölulega fá og þetta er það dýr framleiðsla og verðið það lágt að menn halda þetta ekki lengi út að óbreyttu,“ sagði Runólfur.

Hreiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf., sagði að ástæðan fyrir því hve illa ári hjá nautakjötsframleiðendum sé fyrst og fremst offramleiðsla á nautakjöti á síðustu misserum. Þess vegna væri verðið svo lágt til framleiðenda, sem raun ber vitni.

Runólfur sagði einnig að ef skortur yrði á íslensku kjöti opnaðist sá möguleiki að flytja inn kjöt. En hann sagðist ekki óttast að þar með tapaðist markaður fyrir íslenskt nautakjöt. Hins vegar væri ljóst að ýmislegt þurfi að laga í þessari kjötgrein, bæði hvað varðar framleiðsluna og ekki síður verðmyndun í vinnslu og verslun.

Skoða má gömul tölublöð Bændablaðsins í gegnum vefinn Tímarit.is, þar sem þessa umfjöllun er að finna.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...