Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yfirvofandi mjólkurskortur
Utan úr heimi 30. janúar 2024

Yfirvofandi mjólkurskortur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið Tine í Noregi hefur boðað innflutning á mjólk. Allt stefnir í að innlend framleiðsla verði fimmtán milljón lítrum undir áætlaðri neyslu fyrstu þrjá mánuði ársins.

Ástæðan fyrir skortinum er minni mjólkurframleiðsla en spár gerðu ráð fyrir. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að greiðslumark í landinu hafi verið aukið. Nokkrar deilur hafa kviknað vegna málsins í Noregi og er mjólkursamlagið gagnrýnt fyrir ónóga upplýsingagjöf. Hefði fyrr verið ljóst í hvað stefndi telja bændur að þeir hefðu getað brugðist við með aukinni framleiðslu.

Landbúnaðarráðuneytið í Noregi hefur skorist í leikinn með því að lækka innflutningstolla á mjólkurduft tímabundið til þess að halda verði á mjólkurvörum óbreyttu. Með því á að anna eftirspurn og verður duftinu blandað út í framleiðsluvörur í allt að þrjú prósent hlutföllum. Þegar kemur að mjólkurskorti hefur framleiðsla á fljótandi vörum og ostum forgang, á meðan framleiðsla á mjólkurdufti fyrir iðnað verður látin mæta afgangi.

Tine hefur sent út fréttatilkynningu þar sem mjólkursamlagið segist munu halda neytendum upplýstum um hvaða mjólkurvörur geti innihaldið innflutt mjólkurduft. Undanþága hefur fengist til að selja vörur í umbúðum með Nyt Norge merkið, sem er sambærilegt Íslenskt staðfest vottuninni, þrátt fyrir að varan innihaldi að hluta erlenda mjólk.

Ekki verði hægt að merkja hvert einasta ílát, en mjólkursamlagið mun leitast eftir að upplýsingarnar verði sjáanlegar í verslunum. Tine telur upp nokkrar mismunandi tegundir af jógúrti sem verða fyrir áhrifum. Að auki við mjólkurskort stefnir allt í að norsk eggjaframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn.

Skylt efni: Noregur | mjólkurskortur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...