Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Yamaha Grizzly 700 SE.
Á faglegum nótum 13. júní 2016

Yamaha Grizzly 700 SE – Sterklegur vinnuþjarkur frá Arctic Trucks

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir stuttu síðan átti ég erindi í Arctic Trucks og hitti þar Björn Ingvar, sölumann á Yamaha fjórhjólum og mótorhjólum.
 
Hann bauð mér að prófa Yamaha Grizzly 700 fjórhjól sem hann er með í búðinni. Sjaldan hef ég dótinu neitað og var fljótur að þiggja boðið. Með fjórhjólið á kerru fór ég upp á Sandskeið og prófaði fjórhjólið á misgóðum slóðum sem eru við Sandskeið og Bolaöldur. 
 
Skemmtilegt viðbragð í 700cc vélinni
 
Eftir að hafa prófað hjólið í litlu æfingabrautinni á Bolaöldum til að finna hreyfingarnar í hjólinu var farið í slóðaakstur. Hjólið er glettilega stöðugt og þægilegt að keyra, en mest fannst mér um rafmagnsstýrið sem tekur af öll högg þegar ekið er í ósléttu og á steina miðað við fyrri fjórhjól sem ég hef keyrt. Í lága drifinu með öll hjól læst hefur mér oft fundist fjórhjól sem ég hef verið að keyra vera óstöðug á hraða, en Grizzly 700 lullaði yfir steinana og hindranirnar sem fyrir hjól var lagt eins og ekkert væri.  Næst var það að prófa hröðun og snerpu, en á augnabliki var ég kominn upp í 90 km hraða svo ekki vantar aflið í þetta hjól.
Hjólið sem ég prófaði var með spili frá WARN og í hjólinu eru mörg hólf og þar af eitt sem er vatnshelt. 18 lítra bensíntankurinn er nú kominn undir ökumannssætið sem gerir hjólið stöðugra í akstri. Að keyra hjólið á venjulegum malarvegi er margsinnis betra en að taka fjórhjóladrifið af og vera bara í afturhjóladrifinu.
 
Bögglaberarnir að framan og aftan bera mikið, en uppgefin þyngd að framan er 50 kg að framan og 90 kg að aftan. 
 
Mikið er af varúðarmiðum á hjólinu eins og á öðrum fjórhjólum, þessa miða á að virða og fara eftir því að bæði hér á landi og erlendis hefur slysatíðni á fjórhjólum frekar verið að aukast þegar fækkun er almennt í öðrum slysum. 
 
Verðið á Yamaha Grizzly er frá 2.200.000, en fjórhjólið sem ég prófaði kostar 2.420.000. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.yamaha.is. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...