Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einar Ásgeirsson, starfsmaður Fóðurblöndunnar.
Einar Ásgeirsson, starfsmaður Fóðurblöndunnar.
Skoðun 27. júlí 2017

Vöxtur og eldi nautgripa

Höfundur: Einar Ásgeirsson
Nautaeldi á Íslandi hefur á mörgum kúabúum verið álitið sem aukaafurð með lágmarks tilkostnaði. Gripirnir eru iðullega fóðraðir eingöngu á gróffóðri af lakari gæðum og þeim oftast slátrað 24-30 mánaða gömlum. Framlegð nauteldisins er því ekki alltaf arðbær. Nýleg dæmi hafa hins vegar sýnt að með markvissri og réttri fóðrun er unnt að stórauka vaxtarhraða gripanna, stytta eldistímann þar með og auka hagkvæmni í búskap. 
 
Íslensk naut eru í raun bráðþroska, verða snemma kynþroska og ná því hámarks vaxtarhraða tiltölulega snemma. Hins vegar er fóðurnýting íslenskra nauta heldur lök samanborið við hefðbundin holdanaut. Því er einkar mikilvægt að huga vel að fóðrun þeirra.
 
Lengd eldistímabils ákvarðar hagnað bóndans
 
Einn af stærstu efnahagslegu áhrifavöldum nautakjötsframleiðslu er lengd eldistímabils. Með markvissri fóðrun er möguleiki á að stytta eldistímann úr 24-30 mánuðum niður í allt að 18 mánuði. Markmiðið er að hraða vexti, bæta fóðurnýtingu heyja og skila gripum í sláturhús sem flokkast og vigta vel, á skemmri tíma en áður hefur viðgengist.
 
Nautaeldi með einungis fóðrun á gróffóðri stendur undir 200-600 g/dag vaxtarhraða. Með samhliða kjarnfóðurgjöf er hægt að tvöfalda þennan vaxtarhraða og auka fallþunga þrátt fyrir styttri eldistíma. Kjöt hækkar jafnan um flokk, verðmæti afurðanna hækkar og framlegð á hvern grip eykst til muna. Einnig hefur það sýnt sig að fóðurnýting gróffóðursins eykst með tilliti til framlegðar. Með styttri eldistíma eykst nýtingin á rými og fóðri. Kjötgæði eru mismunandi eftir fóðrun gripa. Vöðvar af nautum sem eru alin að hluta á kjarnfóðri eru fitusprengdari og því bragðmeiri. 
 
 
Það hefur sýnt sig erlendis að nautaeldi sem samanstendur af kjarnfóðri samhliða gæða gróffóðri skilar sér í auknum vaxtarhraða og betri fóðurnýtingu, þ.e. færri kg fóðurs á hvert kg fallþunga. Kjarnfóður er iðullega orkuríkara en gróffóður. Orkuríkara fóður eykur át gripanna, með auknum flæðihraða gegnum vömbina. Aukinn orkustyrkur eykur jafnframt hlutfallslegan orkustyrk sem nýttur er til vaxtar.
Fóðurblandan býður nú upp á fóður allt frá burði til slátrunar. Fóðrunin miðar sem fyrr segir að auknum kjötgæðum, vaxatarhraðar og hagkvæmni. Til viðbótar við hina hefðbundnu kálfaköggla bætast nú við tvær vörutegundir, Vöxtur og Eldi. Nýleg reynslusaga sýndi fram á stryttri eldistíma, meiri kjötgæði og meiri fallþunga með fóðrun á Vexti og Eldi samhliða gæða heyi. Báðar fóðurgerðir eru hitameðhöndlaðar, sem eykur meltanleika fóðursins. 
 
Vöxtur
 
Á fyrri hluta eldistímans er próteinmagn í fóðri takmarkandi þáttur í eldi gripanna, sérstaklega upp að 6 mánaða aldri. Vöxtur er próteinríkt og steinefnaríkt kjarnfóður sem miðar að vexti og stærð gripanna. Fóðrið inniheldur fiskimjöl sem er hágæða próteingjafi. Kalsíum/fosfór hlutfall er hagstætt fyrir vöxt stoðkerfisins. Vöxtur er einnig hentugur fyrir kvígur til að ná fullum vexti og hámarka möguleg nyt í framtíðinni. Gefið allt  1-2 kg/dag frá 5-15 mánaða aldri.
 
Eldi
 
Orkuríkt kjarnfóður sem miðar af því að auka hold gripa síðustu mánuði fyrir slátrun. Þetta stig fóðrunarinnar er oft kallað „finisher“ erlendis. Hér hefur fullri skrokkhæð verið náð og fóðrunin miðar nú að þyngdaraukningu og vöðvamassa. Gefið allt að 3 kg/dag síðustu 3-4 mánuði fyrir slátrun. 
Nánari upplýsingar veita rágjafar Fóðurblöndunnar með ánægju í síma 570-9800.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...