Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vorverkin væru hafin í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið á bænum Ytri-Tjörnum.

Haft var eftir Benjamín Baldurssyni, bóndanum á bænum, að ríkjandi sunnanáttir allan marsmánuð með mildri veðráttu hafi leitt til þess að jörð væri klakalaus og því ekki eftir neinu að bíða með að hefja vorverkin. 

Hann sagði að þetta væri um mánuði fyrr en undanfarandi ár og mjög sjaldgæft að jörð sé orðin þíð svo snemma vors. „Þetta er að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir alla ræktun og þá sérstaklega kornræktina. Moldin er orðin ótrúlega þurr og því allt útlit fyrir að sáning geti farið fram með allra fyrsta móti í ár, þótt eflaust eigi eftir að koma einhver hret.

Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig, svo sem álftir, grágæsir og skógarþrestir. Þá hefur gráhegri einnig sést hér af og til síðustu daga en þeir eru frekar sjaldgæfir flækingar hér um slóðir,“ sagði Benjamín.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...