Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vornámskeið um eldi landnámshænsna
Á faglegum nótum 17. apríl 2019

Vornámskeið um eldi landnámshænsna

Höfundur: HKr.
Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) mun halda vornámskeið í maí um flest allt sem mestu skiptir við eldi og ræktun landnámshænsna á smáum hænsnabúum eins og t.d. í þéttbýli.
Félagið hélt námskeið á síðastliðnu hausti, en tæplega 20 manns sátu námskeiðið og komust þar færri að en vildu. Því var ákveðið að fara af stað með annað námskeið 5. maí næstkomandi á vegum ERL í samstarfi við þau Ólaf R. Dýrmundsson og Jóhönnu Harðardóttur. Þau verða leiðbeinendur á námskeiðinu líkt og í haust.
 
Magnús Ingimarsson, ritari ERL, segir að fyrirhugað námskeið verði haldið 5. maí næstkomandi í sal Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15, Reykjavík. Námskeiðið mun standa frá klukkan 10.00 til 16.00 með matarhléi. Þetta er stutt og hnitmiðað námskeið um flest allt sem mestu skiptir við eldi og ræktun landnámshænsna á smáum hænsnabúum, t.d. í þéttbýli.
 
Umfjöllunarefni:
  • Stutt kynning á ERL, sagan í stuttu máli, ábyrgð félagsins, ræktunarmarkmið, vottun og sala.
  • Undirbúningur hænsna­hald­sins, að gera sig tilbúin til að annast hænur og byrja hænsna­búskapinn.
  • Reglugerðir og o.fl. skemmti­legt. Um dýravelferð, hænsna­hald í þéttbýli o.fl. 
  • „Slow food“ verkefnið. Samstarf ERL og Slow food samtakanna
 
Hænan sjálf og ungarnir:
  • Egg og útungun, eggið og þroski fósturs, umhirða eggja til útungunnar og neyslu, undirstaða í að unga út (vélakostur, hita- og rakastig o.fl.)
  • Ungar, klak og fyrstu dagar ungans, ungar teknir inn í kofann. Fóðrun og umhirða unga. Kyngreining.
  • Hænsnavelferð, eftirlit með dýrunum, fóðrun og brynning. Almennt um heilsu hænsnanna, eftirlit með þeim innanhúss sem utan. Umhirða og þrif, fóðrarar og brynnarar, hænsnafóður af ýmsum gerðum. Fóðrun almennt. 
 
Húsakostur og aðbúnaður:
  • Hænsnakofinn og umhverfið. Vel útbúinn hænsnakofi, tækjabúnaður, innréttingar, efni til þrifa, undirlag á gólf og í kassa. Verklagsleiðbeiningar.
  • Umhirða. Dagleg, vikuleg og árstíðabundin umhirða hænsnanna
  • Sjúkdómar og varnir. Heilsa hænsnanna, gátlisti. Um helstu kvilla og varnir gegn þeim. Slátrun.
  • Að njóta samvistanna. Ham­ingju­samar hænur og eigendur:  gagnlegar pæl­ingar um hænsnahald, t.d. í þéttbýli, ráð til að auðvelda hænsnahaldið og gera það vistvænna og skemmtilegra.
  • Landnámshænan (skemmtilega hænan) og vinir hennar – saga ræktunarinnar. Upphaf og ástæða, saga, ábyrgð ræktandans, samfélagið.
  • Fyrirspurnir og ráðgjöf – auðvitað er svo líka tekið við fyrirspurnum og rætt það sem gestum liggur á hjarta.
 
„Það eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig og því fyrr því betra,“ segir Magnús. Námskeiðsgjald er 7.500 krónur, en félagsmenn greiða aðeins 5.000 kr. Skráning fer fram hjá Jóhönnu Harðardóttur í síma 566-7326 eða á netfanginu johanna@hlesey.is.
 
Endurbætt heimasíða og félagið komið á Facebook
 
„Ný og endurbætt heimasíða félagsins, www.haena.is, fór í loftið í síðustu viku. Þar verður sett inn auglýsing fyrir námskeiðið sem dæmi. Við hvetjum fólk til að kíkja þarna inn og skoða ýmsan fróðleik sem síðan hefur að geyma.
 
Þá er félagið komið með Facebook-síðu undir heitinu Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna. Þetta er svokölluð „Like“ síða, þar sem komið verður inn tilkynningum til félagsmanna, áhugamanna og velunnara um viðburði eða annað sem þurfa þykir,“ segir Magnús Ingimarsson.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...