Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tigrida pavonia - tígrisblóm
Tigrida pavonia - tígrisblóm
Á faglegum nótum 8. apríl 2022

Vorlaukar fyrir nýjungagjarna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úrval vorlauka er gott þessa dagana og verðið niðursett. Fyrir okkur sem erum nýjunga­­­­­gjörn er upplagt að prófa lauka eins og Ixia, Barbiana stricta, Tigridia pavonia eða Sparaxis.

Ixia - kornlilja

Heitið kornlilja á Ixia laukum er í samræmi við enska heitið cornlily. Nóg er að setja laukana niður um 8 til 13 sentímetra og hæfilegt bil á milli þeirra er um 8 sentímetrar. Blöðin eru lensulaga en blómin líkjast stjörnu og eru til í mörgum litum. Kornliljur kjósa frjósaman og vel framræstan og samblandaðan jarðveg.

Laukarnir eru upprunnir í Suður-Afríku og skammlífir fjölæringar sem ekki þola frost og því einærir utandyra hér á landi. Ættkvíslarheitið Ixia er upprunnið úr forngrísku og nafn á fugli.

Sparaxis – bavíanablóm

Einkímblöðungur sem kallast baboom flower eða blue freesia á ensku og gæti því allt eins heitið bavíanablóm eða blá fresía. Tegundin er upprunnin á suðurhluta Suður-Afríku og nær 10 til 13 sentímetra hæð í heimkynnum sínum. Blöðin lensulaga, 4 til 12 sentímetrar að lengd, hærð og með áberandi blaðæðum.

Laukar bavíanablóma þola ekki að frjósa og settir niður á vorin og forræktaðir innandyra. Til er fjöldi yrkja og ræktunarafbrigða sem flest bera blá, bláleit eða bleik blóm sem eru um sex sentímetrar að þvermáli og yfirleitt sex eða fleiri á hverjum blómstöngli. Blómin, sem standa í þrjár til fjórar vikur, gefa af sér daufan sítruskeim. Ættkvíslarheitið Barbiana er upprunnið úr hollensku, baviaantje, sem þýðir litli bavíani, og vísar til þess að bavíanar grafa upp laukana og borða þá. Tegundarheitið stricta þýðir að plantan sé upprétt.

Sparaxis – riflilja

Riflilja, eins og ættkvíslin Sparaxis kallast á íslensku, eru einkímblaða og fjölærar laukjurtir en einærar utandyra hér á landi þar sem þær þola ekki að frjósa.

Í heimkynnum sínum vex plantan í leirkenndum jarð­vegi en sem sumarblóm hér á landi dafnar hún ágætlega í hefðbundinni pottamold. Allar tegundir innan ætt­kvísl­arinnar eru upprunnar í Suður-Afríku og vaxa þar villtar.

Blöðin lensulaga, blóm­stöngull 15 til 60 cm hár
eftir tegundum, ber eitt blóm með sex krónublöðum sem eru kremhvít yfir í hvít að lit. Latínuheitið Sparaxis er komið úr grísku, sparasso, sem þýðir að rífa og vísar til blómlögunarinnar.

Tigrida pavonia - tígrisblóm

Hitakærar laukplöntur sem þola ekki frost og þurfa sólríkan vaxtarstað og vel framræsta jörð. Tegundin er upprunnin í Mið-Ameríku og finnst villt í Mexíkó, Ekvador og Perú. Laufið lensulaga. Hver laukur ber einn blómstöngul sem nær 45 til 60 sentímetra hæð og blómin, sem eru nokkur á hverjum stilk, eru með þremur krónublöðum og geta orðið 7 til 13 sentímetrar að þvermáli. Til í mörgum litum. Laukarnir ætir og voru hafðir til matar af frumbyggjum í Mexíkó og þykja bestir léttsteiktir eða grillaðir.



Skylt efni: vorlaukar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...