Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vorið kallar
Hannyrðahornið 18. mars 2020

Vorið kallar

Höfundur: Handverkskúnst
Fallegir sokkar er eitthvað sem allir hafa gaman af að setja á fæturna. Þessir eru prjónaðir úr dásamlega Drops Nord garninu sem núna er á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærðir: 35/37 (38/40) 41/43
Lengd fótar: 22 (24) 27 cm.
Garn: DROPS Nord (fæst í Handverkskúnst)
   - Púðurbleikur nr 12: 100 (100) 100 g 
Prjónar: Sokkaprjónar nr 2,5 eða sú stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 12. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 11. og 12. hverja lykkju slétt saman.
 
Hælúrtaka:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 15 (15) 17 lykkjur eru eftir á prjóni.
 
SOKKUR: Fitjið upp 72 (72) 80 lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 slétt, 2 brugðið) 2½ cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 (6) 4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 66 (66) 77 lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 6 (6) 7 mynstureiningar með 11 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 60 (60) 70 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 hringinn (= 6 (6) 7 mynstureiningar með 10 lykkjum). A.2 er prjónað alls 2 sinnum á hæðina en í síðustu umferð í A.2 (síðasta endurtekning A.2 á hæðina) er prjónað þannig: Prjónið 14 (13) 12 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 2 (1) 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 12 (12) 10 lykkjur), prjónið 27 (29) 31 lykkjur slétt, prjónið 19 (18) 27 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 4 (1) 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 15 (17) 21 lykkjur) = 54 (58) 62 lykkjur á prjóninum. Stykkið mælist nú ca 17 cm frá uppfitjunarkanti í öllum stærðum. Haldið eftir fyrstu 12 (12) 10 lykkjum á prjóni, setjið næstu 27 (29) 31 lykkjur á band (= mitt á fæti) og haldið eftir þeim 15 (17) 21 lykkjum sem eftir eru á prjóni = 27 29) 31 lykkjur á prjóni fyrir hæl. Lesið leiðbeiningar fyrir hæl og prjónið slétt fram og til baka yfir hællykkjurnar í 5 (5½) 6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – prjónamerkið er notað síðar þegar mæla á frá lengd á fæti. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið slétt yfir 15 (15) 17 hællykkjurnar, prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hlið á hæl, setjið 1 prjónamerki, prjónið 1 (2) 3 lykkjur slétt, prjónið A.3A yfir næstu 20 lykkjur (= 2 mynstureiningar), prjónið A.3B (= 5 lykkjur), prjónið 1 (2) 3 lykkjur, setjið 1 prjónamerki og prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram annarri hlið á hæl = 62 (72) 80 lykkjur í umferð.
 
Haldið svona áfram með mynstur með sléttu prjóni og A.3 yfir 25 lykkjurnar ofan á fæti. JAFNFRAMT er nú lykkjum fækkað hvoru megin við 27 (29) 31 lykkjurnar á milli prjónamerkja á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan fyrsta prjónamerki á fæti slétt saman og prjónið 2 lykkjurnar á eftir síðasta prjónamerki á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8 (8) 10 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18 (19) 21 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru ca 4 (5) 6 cm til loka). Takið frá öll fyrri prjónamerki og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á og undir fæti (það á að vera 1 prjónamerki í hvorri hlið á sokk og prjónamerkin eru notuð þegar fella á af fyrir tá).
 
Prjónið slétt hringinn yfir allar lykkjur og fellið af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnið slétt saman. Endurtakið við hitt prjónamerkið (= 4 lykkjur færri í umferð). Fækkið lykkjum svona í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 5 (7) 11 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 (4) 0 sinnum = 12 (12) 16 lykkjur eftir.
 
Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 8 lykkjur eftir.
 
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22 (24) 27 cm frá prjónamerki á hæl. Prjónið hinn sokkinn alveg eins.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...