Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti
Matarkrókurinn 28. maí 2018

Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú þegar vorið virðist loksins vera komið til Íslands er ekki úr vegi að draga fram vorlegan kjúklingarétt sunnan frá Ítalíu. 
 
 
Kjúklingur primavera
  • Einn  kjúklingur sem búið er að klippa hrygginn úr (til að fylla og flýta fyrir eldun)
  • 2 msk. ólífuolía
  • salt
  • Ferskur svartur pipar
  • 1 tsk .ítalskt blaðkrydd
  • Einn kúrbítur,  þunnt skorinn í fallegar sneiðar
  • 3 miðlungs tómatar, helmingaðir og skornir í þunnar sneiðar 
  • 2 gular paprikur, þunnt sneiddar
  • 1/2 rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • 1 kúla ferskur mozzarella-ostur
 
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður – eða grillið. Setjið kjúkling á skurðbretti og klippið með góðum skærum bakhliðina úr (hrygginn). Aðferðin oft kölluð að fletja út. Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Smyrjið með olíu og kryddið með salti, pipar og ítalska kryddinu.
 
Fyllið hvern vasa til skiptist með kúrbít, tómötum, papriku og rauðlauk.
Gott að rífa mozzarella-ost yfir. 
 
Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, í um 25 mínútur. Ef nota á grill er gott að hvolfa kjúklingnum á stálbakka eða laust kökuform, þegar búið er að brúna skinnmegin – svo grænmeti detti ekki á milli grinda.
 
Framreiðið með grilluðu grænmeti og sýrðum rjóma með graslauk.
 
Döðlu-orkuboltar með ávöxtum 
 
Þessir boltabitar eru matmiklir og nógu sætir til að fá sér hollt millimál eða orku fyrir útiveru eða líkamsrækt.
 
  • 2/3 bolli (auk 1 msk. til skrauts) 
  • skeljalausar pistasíuhnetur
  • 4-6 stórar ferskar döðlur
  • 1/3 bolli tahinimauk (sesam)
  • 3 msk. hreint hlynsíróp
  • ¾ tsk. sjávarsalt
  • ¼ bolli (auk 2 msk. til skrauts) ósykrað kakóduft
  • 1 msk. ristuð sesamfræ
 
Aðferð
Setjið smjörpappír á bakka. Hakkið ? bolla pistasíuhnetur í matvinnsluvél þar til þær eru gróft hakkaðar. Setjið döðlur, tahinimauk, hlynsíróp, salt og ¼ bolla kakóduft saman við og vinnið þar til myndast kakómassi.
 
Hnoðið í tíu 30 g kúlur (hver um sig verður á stærð við borðtennisbolta) og raðið á smjörpappír. Kælið þar til þær eru orðnar stífar, eða í um 20 mínútur.
 
Á meðan þær kólna, myljið þá sesamfræ og restina (1 msk.) af pistasíuhnetum með mortéli  eða beittum hnífi – þar til þetta er orðinn fínn mulningur. Færið yfir í litla skál. Setjið það sem eftir er af kakóduftinu (2 msk.) í aðra litla skál.
 
Endurrúllið kúlurnar  þar til þær eru sléttar og kringlóttar. Dýfið helmingnum af hverjum bolta í pistasíu- og sesamfræblönduna, svo hinn helminginn í kakóduft (má velta upp úr bræddu súkkulaði fyrst).
Leggið aftur á bakkann og haldið köldu.
 
Hægt er að gera kúlurnar mánuð fram í tímann og geyma þær í lofttæmdum umbúðum í frysti.
Framreiðið með berjum og kíví.
 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...