Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vor í lofti
Fréttir 17. desember 2014

Vor í lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.

Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...