Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Mynd / HKr
Á faglegum nótum 7. apríl 2021

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum

Höfundur: Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á landlægum sjúkdómum í íslenska hrossastofninum.

Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu. Má þar nefna kverkeitlabólgu, hestainflúensu, hestaherpes týpu-1 og smitandi blóðleysi. Árlega er skimað fyrir þremur síðastnefndu sjúkdómunum og þannig lagður grunnur að skráningu á þessari góðu sjúkdómastöðu hjá Alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, OIE. Það er sérstaklega mikil­vægt fyrir útflutning hrossa en hross héðan eru undanþegin sóttkví í löndum Evrópusambandsins og þau fara aðeins í takmarkaða sóttkví í Bandaríkjunum.

Nokkur vægari smitefni eru þó landlæg, annaðhvort frá fornu fari eða hafa borist í hrossastofninn í seinni tíð. Einnig eru smitefni í umhverfinu sem geta valdið fóðursýkingum eða öðrum tilfallandi sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa yfirlit yfir landlæga sjúkdóma og tryggja samræmd viðbrögð við þeim, enda falla þeir alla jafna ekki undir viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna alvarlegra dýrasjúkdóma.

Góð þekking á landlægum smitsjúkdómum er nauðsynleg til að tryggja að nýir sjúkdómar sem kunna að berast í íslenska hrossastofninn uppgötvist fljótt og örugglega. Hún stuðlar auk þess að réttri meðhöndlun og dregur úr óþarfa notkun á sýklalyfjum. Vöktun á landlægum sjúkdómum er því til þess fallin að vernda heilsu og velferð íslenska hrossastofnsins.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar bæði starfandi dýralæknum og hrossaeigendum.

Skylt efni: hrossasjúkdómar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f