Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Mynd / HKr
Á faglegum nótum 7. apríl 2021

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum

Höfundur: Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á landlægum sjúkdómum í íslenska hrossastofninum.

Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu. Má þar nefna kverkeitlabólgu, hestainflúensu, hestaherpes týpu-1 og smitandi blóðleysi. Árlega er skimað fyrir þremur síðastnefndu sjúkdómunum og þannig lagður grunnur að skráningu á þessari góðu sjúkdómastöðu hjá Alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, OIE. Það er sérstaklega mikil­vægt fyrir útflutning hrossa en hross héðan eru undanþegin sóttkví í löndum Evrópusambandsins og þau fara aðeins í takmarkaða sóttkví í Bandaríkjunum.

Nokkur vægari smitefni eru þó landlæg, annaðhvort frá fornu fari eða hafa borist í hrossastofninn í seinni tíð. Einnig eru smitefni í umhverfinu sem geta valdið fóðursýkingum eða öðrum tilfallandi sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa yfirlit yfir landlæga sjúkdóma og tryggja samræmd viðbrögð við þeim, enda falla þeir alla jafna ekki undir viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna alvarlegra dýrasjúkdóma.

Góð þekking á landlægum smitsjúkdómum er nauðsynleg til að tryggja að nýir sjúkdómar sem kunna að berast í íslenska hrossastofninn uppgötvist fljótt og örugglega. Hún stuðlar auk þess að réttri meðhöndlun og dregur úr óþarfa notkun á sýklalyfjum. Vöktun á landlægum sjúkdómum er því til þess fallin að vernda heilsu og velferð íslenska hrossastofnsins.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar bæði starfandi dýralæknum og hrossaeigendum.

Skylt efni: hrossasjúkdómar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...