Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda
Lesendarýni 6. apríl 2021

Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda

Höfundur: Lýður Árnason, Ólafur Ólafsson og Þorvaldur Gylfason

Heimsbyggðin er að vakna til vitundar um auðlindir og æ fleiri gera sér grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi þeirra. Á Íslandi er umræðan snörp enda landið ríkt að auðlindum. 

Í aldanna rás hefur sjávarauðlindin reynst okkur drjúg en framan af sigldu útlenskir kútterar með arðinn úr landi.  Þorskastríð voru háð, þjóðin stóð saman og hafði sigur.  Í því ljósi eru ummæli Guðmundar Kærnested, eins þekktasta skipherra þorskastríðanna, eftirtektarverð.  Hann kvaðst ekki hafa staðið í þessari baráttu hefði hann vitað hvernig staðan yrði nokkrum árum síðar og vísaði þá til úthlutunar kvóta.

Í stjórnarskrá Íslands frá 1944 er hvergi minnst á auðlindir. Margar tilraunir ríkisvaldsins til að ráða bót á því hafa farið út um þúfur með einni undantekningu. Eftir hrunið 2008 var ákveðið að færa endurskoðun stjórnarskrárinnar út fyrir veggi Alþingis.  Fólkið í landinu gekk í verkið með þjóðfundi sem færði þjóðkjörnu stjórnlagaráði sín helstu áhersluatriði. Ráðið vann úr niðurstöðu þjóðfundar nýja stjórnarskrá sem Alþingi bar undir þjóðaratkvæði 2012 og lögðu 2/3 hlutar kjósenda blessun sína yfir hana.

Auðlindaákvæðið byrjar svona: 

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.   

Þetta orðalag var samþykkt af 17 af hverjum 20 sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012.

Eftir yfirferð sérstaks lögfræðingateymis á vegum Alþingis var auðlindaákvæðinu hins vegar breytt í eftirfarandi: 

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.

Skýringar lögfræðingateymisins við ákvæðið eru á þessa leið:

„Með ákvæðinu er ekki hróflað við þeim eignarréttindum sem þegar kunna að vera fyrir hendi að auðlindum og þeim heimildum eigenda sem slíkum eignarrétti fylgja.“

Og nokkrum línum neðar:  

„Með ákvæðinu er ekki hróflað við þeim nýtingarleyfum eða óbeinu eignarréttindum sem þegar eru fyrir hendi.“

Þessar breytingar kollvarpa tillögu stjórnlagaráðs og þá um leið forskrift þjóðfundarins sem gekk einmitt út á að geta hróflað við núgildandi úthlutun aflaheimilda.  

Breytingar lögfræðingateymisins færa þannig umráðaréttinn frá þjóðinni til útvegsmanna. Það er í hróplegri andstöðu við þann skýra vilja sem fram kom á þjóðfundinum 2010, í stjórnlagaráði 2011 og í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 

Næsta grein mun fjalla um hvers vegna Alþingi kýs að vanvirða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012.

 

Lýður Árnason,

læknir og kvikmyndagerðarmaður

Ólafur Ólafsson,

fyrrv.landlæknir

Þorvaldur Gylfason,

hagfræðiprófessor

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...