Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vísindi eða hindurvitni?
Mynd / Bbl
Skoðun 7. október 2021

Vísindi eða hindurvitni?

Höfundur: Högni Elfar Gylfason

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum fram undan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum. Á það bæði við um fullorðna og þó enn frekar börn og unglinga. Því er mér það óskiljanlegt að nokkur sem vill láta taka sig alvarlega í umræðunni stingi upp á niðurskurði á hundruðum sauðfjárbúa og um leið tugum þúsunda fjár þar sem víðast hvar hefur aldrei komið upp riða.

Verandi fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í því ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar, gerir svo slíkar yfirlýsingar enn furðulegri og um leið vítaverðari. Slíkur einstaklingur veit fullvel að riðuniðurskurður hefur litlu skilað fram til þessa. Í raun er aðeins búið að sanna einn hlut með niðurskurðaræði síðustu áratuga, en það er að niðurskurður vegna riðu kemur alls ekki í veg fyrir að riða komi upp síðar á sama stað.

Sami einstaklingur veit væntanlega líka fullvel að aðrar Evrópuþjóðir eru fyrir lifandis löngu farnar að nota skynsamlegri nálgun þar sem arfgerðargreiningum er beitt á hjarðir þar sem upp kemur riða og niðurstöðurnar látnar ráða um hvaða kindur eru felldar og hverjar ekki. Á sama tíma er kylfa látin ráða kasti hérlendis.

Ung hugsjónakona og sauðfjárbóndi, Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, hefur að undanförnu leitt saman vísindafólk frá ýmsum löndum í þeirri viðleitni sinni að færa riðurannsóknir hérlendis til nútímans og um leið á sömu braut og gert hefur verið um langt skeið í öðrum löndum. Þar er uppleggið að leita að genum í íslenskum kindum sem reynst gætu verndandi gagnvart riðusmiti. Nú þegar hafa þessar rannsóknir skilað þeim árangri að gen hafa fundist í kindum sem reynst gætu verndandi og því síðar meir mögulegt að nota þau til ræktunar á sauðfé sem yrði þá riðuþolið, þó er eftir að rannsaka mörg sýni á komandi vetri þannig að við eigum enn nokkuð í land.

„Kapp er best með forsjá“ er orðatiltæki sem gamlir yfirdýralæknar ásamt embættis- og stjórnmálamönnum ættu að hafa í heiðri þegar fjallað er um jafn viðkvæman hlut og niðurskurð ævistarfs sauðfjárbænda. Um leið er skynsamlegt fyrir viðkomandi að nýta sér reynslu, vilja og getu annarra þjóða, vísindamanna, áhugafólks og frumkvöðla til að takast á við vandann sem við blasir fremur en að hrópa í sífellu „Úlfur, úlfur“.

Með skynsemi að leiðarljósi munum við finna lausn á vandanum.

Högni Elfar Gylfason,
sauðfjárbóndi og áhugamaður um ábyrga stjórnmálaumræðu og landbúnaðarmál.

Skylt efni: riða í sauðfé

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...