Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...