Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi.

Um virkjun á vindorku er að ræða til framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að rafeldsneytið verði nýtt til orkuskipta í skipum. Í fréttaskýringu um verkefnið í Bændablaðinu 17. nóvember 2022 kom fram að áform væru um hliðarverkefni af framleiðslunni sem gengi út á að reisa umhverfisvæna áburðarverksmiðju. Auk þess væri mögulegt að nýta aukaafurðir framleiðslunnar eins og varma í hitaveitu í Fjarðarbyggð og fyrir fiskeldi á landi.

Gert er ráð fyrir að uppsett afl vindorkugarðsins verði 350 MW, sem er helmingurinn af uppsettu afli Kárahnjúkavirkjunar, og miðast það við þá raforkuþörf sem áætlanir um framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði byggja á.

Það er Fjarðarorka sem leggur fram matsáætlunina og Skipulagsstofnun metur hana svo á næstu vikum. Í Skipulagsgátt getur almenningur skoðað fyrirliggjandi gögn og lagt fram eigin umsögn.

Magnús Bjarnason er stjórnarformaður Fjarðarorku, íslenska félagsins sem heldur utan um verkefnið. Hann segir að hugmyndin sé sú sama og áður hefur verið fjallað um og forsendur að mestu óbreyttar. Sjóðurinn CI ETF 1 eigi Fjarðarorku, og hann sé í stýringu hjá Copenhagen Infrastructure Partners (CIP).

„Allt tekur þetta heldur lengri tíma, fjárfestingin er meiri en jafnframt hafa markaðir fyrir grænt rafeldsneyti styrkst og orðið augljóst að eldsneyti framtíðarinnar verður meðal annars grænt ammóníak eða rafeldsneyti sem við getum framleitt á Íslandi á alþjóðlega samkeppnishæfum forsendum,“ segir Magnús.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...