Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 3. mars 2020

Vill fá alla bændur í Bændasamtökin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Hann segir að ekki hafi staðið til hjá sér að sækjast eftir formennsku í samtökunum en að hann hafi samþykkt það eftir að hafa fengið fjölda áskorana.

„Ég tel nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Gunnar segist telja að landbúnaður almennt eigi mörg sóknarfæri á Íslandi hvort sem það er í kjöti, grænmetisframleiðslu eða skógrækt.

„Ég tel einnig nauðsynlegt að við stokkum upp félagskerfi bænda. Í dag minnir mig að það séu 150 félög aðilar að Bændasamtökunum og því nauðsynlegt að straumlínulaga félagskerfið og gera bændur beint aðila að samtökunum en ekki í gegnum hliðarfélög.

Bændur verða að standa vörð um hagsmuni sína og eru Bændasamtökin besti kosturinn til þess. Eins og fram hefur komið er fjárhagslegur rekstur samtakanna erfiður um þessar mundir og til að laga það þurfum við að breyta félagsgjaldakerfinu þannig að það verði veltutengt.

Það er dýrt að standa vörð um hagsmunagæslu bænda og til að slíkt sé gerlegt verður að standa straum af því og næsta verkefni að sannfæra menn um að það sé betra að vera í Bændasamtökunum en standa utan þeirra.

Ég tel einnig að við þurfum að hafa breiða skírskotun til bænda innan stjórnar Bændasamtakanna og að þar sitji fulltrúar úr öllum geirum landbúnaðarins. Við þurfum einnig að horfa til nútímans og þeirra breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði og neyslu á landbúnaðarvörum. Helst eigum við að framleiða allar landbúnaðarvörur sem við getum á Íslandi og vera þannig sjálfbær.“
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...