Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Sólrún Þórðardóttir hefur tekið við verkefnum sem snúa að skógarbændum.
Mynd / ál
Af vettvangi Bændasamtakana 15. september 2025

Vill efla liðsheild í skógrækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sólrún Þórðardóttir var í upphafi mánaðar ráðin til starfa hjá Bændasamtökum Íslands sem sérfræðingur á sviði skógræktar og sjálfbærnimála.

Tekur hún þar við verkefnum sem Hlynur Gauti Sigurðsson hefur sinnt undanfarin ár. Sólrún er með B.S. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í náttúru- og umhverfisfræðum, en hefur sinnt ýmsum verkefnum á fjölbreyttum sviðum.

„Áður en ég kom hingað vann ég sem verktaki fyrir tvö lítil fyrirtæki þar sem ég stýrði verkefnum, setti upp vefsíðu og kom að skipulagsmálum. Þar áður rak ég eigin snyrtistofu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í fimm ár,“ segir Sólrún, en hún lauk meistaraprófi í snyrtifræðum samhliða því sem hún sinnti námi sínu við LbhÍ. „Og núna er ég í MBA-námi við Háskóla Íslands meðfram vinnu.“

Hún vonast til þess að geta eflt deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands og stuðlað að aukinni uppbyggingu og atvinnumöguleikum í tengslum við skógrækt. „Þá langar mig til að efla samstarfið milli skógarbænda, Skógræktarfélags Íslands og Lands og skógar. Ég vil að við verðum sterk liðsheild saman og ég held að við náum meiri framförum sem ein heild.

Sólrún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ölfusi. Hún ólst upp í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, en þar reka foreldrar hennar Ræktunarstöðina Lágafell og veitingahúsið Hjá góðu fólki, skammt frá Vegamótum. „Ég hef alltaf verið með hugann við náttúrufræði og er alin upp umvafin plöntum. Svo ákvað ég að taka smá útúrdúr í snyrtifræðinni, sem var alls ekkert planið,“ segir Sólrún glettin.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...