Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Mynd / Rasmus M.Jensen
Fréttir 12. maí 2023

Vilja þjóðarhöll með hestaíþróttum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hestamenn vilja að gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík.

Í tilkynningu frá stjórn Lands­sambands hestamannafélaga sem send var á forsætisráðuneytið, mennta­ og barnamálaráðherra, Reykjavíkurborg, framkvæmda­nefnd um þjóðarhöll, ÍSÍ og fleiri segir að hestaíþróttin sé ein fárra íþróttagreina sem ekki hefur aðgang að löglegum keppnisvelli innanhúss og það standi íþróttinni verulega fyrir þrifum.

Bent er á að Landssamband hesta­mannafélaga sé fjórða fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ, en í því eru 12.151 iðkandi.

„Í tillögum framkvæmdanefndar um þjóðarhöll kemur fram að í höllinni verði fjölnota gólf og sæti verði að hluta til hreyfanleg.

Með það í huga frá upphafi hönnunar ætti að vera hægt að koma fyrir keppnisgólfi fyrir hestaíþróttir svo keppa megi á löglegum keppnisvelli innanhúss.

Mörg dæmi eru um slíkt erlendis og má nefna Icehorse festival í Danmörku þar sem þúsundir áhorfenda fylgjast ár hvert með stærsta innanhússmóti heims í Íslandshestaíþróttum í fjölnota sýningarhöll,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Landssambands hesta­mannafélaga segist því gera þá kröfu að gert verði ráð fyrir hestaíþróttinni í nýrri þjóðarhöll þegar hugað verður að hönnun gólfs, aðkomu og aðstöðu fyrir hesta og hestakerrur, einnig í rekstrar­ og fjárhagsáætlun sem og þegar hugað verður að framtíðarskipulagi og tímatöflum hallarinnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...