Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bridgesamband Íslands er nú í átaki til að glæða spilamennsku á Íslandi.
Bridgesamband Íslands er nú í átaki til að glæða spilamennsku á Íslandi.
Mynd / Björn Þorláksson
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Höfundur: Björn Þorláksson

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæða áhugann á ný.

Bæði var keppt í félagsvist og bridds víða um land á árum áður en spilamennska hefur vegna tækni- og menningarbreytinga átt undir högg að sækja. Bridgesamband Íslands hefur brugðist við með átaki og hafa spilaklúbbar nú verið endurvaktir á nokkrum stöðum úti á landi. Þá fór Austurlandsmót í sveitakeppni í bridds fram fyrir skemmstu í fyrsta skipti í nokkur ár.

Bridgesambandið hefur, til að auka líkur á nýliðun, ákveðið að bjóða ungu fólki upp á fría briddskennslu í höfuðstöðvum Bridgesambandsins við Síðumúla í Reykjavík og er ekki ólíklegt að blásið verði til sambærilegs átaks úti á landi. Síðasta föstudag mættu nokkrar ungar manneskjur með spilaglampa í augum og höfðu sumar farið á byrjendanámskeið í bridds. Hinir ungu spilarar sögðust njóta þess mjög að fá að taka í spil og væru ákveðin forréttindi að fá leiðsögn landsliðsmanna.

Þær Thelma Björt Fransdóttir og Amelía Björt Halldórsdóttir eru vinkonur sem mættu saman. „Okkur finnst mjög skemmtilegt að spila á spil,“ sagði Thelma. „Ég spila manna reglulega heima hjá ömmu,“ sagði Amelía.

Magnús Magnússon, landsliðsmaður í opnum flokki, tók á móti nýliðunum. Hann bjó fyrir nokkrum árum í Svíþjóð og sá þá hvernig Svíar unnu kerfisbundið að því að ná til nýrra og ungra spilara með opnu húsi. Má því segja að hugmyndin sé þaðan komin.

Það er því endurnýjaður sóknarhugur í briddsfólki.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...