Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Mynd / Wikimedia COmmons - Chris 73
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skreið skráðar inn á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Byggt er á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða sem öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006 í verkefninu um Lifandi hefðir. Til þess að komast á þennan lista þarf umsóknin að vera ítarleg og lýsa viðfangsefninu á breiðum grundvelli, framleiðslu og matreiðslu og ekki síst siðum og venjum tengdum viðfangsefninu.

Hefðir tengdar harðfiski samofnar sögunni

Í fréttabréfi Slow Food Reykjavík kemur fram að falast hafi verið eftir þátttöku Íslands í fyrrnefndu verkefni. Norðmenn leiði verkefnið en auk Íslands standi Ítalía, Nígería og Þýskaland að þessari umsókn. Markmiðið sé að efla tengsl íbúa þátttökulandanna og styrkja samfélög og hefðir tengdar skreið og harðfiski.

„Þrátt fyrir afar skamman fyrirvara ákváðum við að taka þátt enda á Ísland augljóslega erindi. Harðfiskur hefur verið verkaður hérlendis frá ómunatíð og hefðir tengdar honum samofnar sögu þjóðarinnar“, segir í fréttabréfinu.

Óskað eftir stuðningi við verkefnið

Biðlar Slow Food Reykjavík til samtaka, fyrirtækja og einstaklinga um stuðning vegna umsóknarinnar. Æskilegt sé að stuðningurinn komi frá aðilum sem tengjast umræddri hefð á margvíslegan og ólíkan máta.

„Af þeim sökum óskar stjórn Slow Food Reykjavík eftir aðstoð ykkar við að kortleggja framleiðslu á harðfiski og skreið. Eins hvernig þessar afurðir eru notaðar í dag og hafa verið notaðar. Allar upplýsingar má setja inn á Facebook-síðu verkefnisins: Harðfisks og skreiðar menning,“ segir í fréttabréfinu

Skylt efni: harðfiskur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...