Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Mynd / MHP
Utan úr heimi 13. mars 2023

Vilja hamla innflutning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Erfitt er að finna magntölur yfir úkraínska kjúklingaframleiðslu en því er haldið fram að landið sé þriðji stærsti birgirinn í Evrópu, utan Evrópusambandsins.

Árið 2021 voru flutt um 259.000 tonn af alifuglakjöti til ESB frá Úkraínu. Einn stór framleiðandi, Myroniscsky Hliboproduct (MHP), er með yfirburðastöðu á markaðnum. Sá framleiðandi er lóðrétt samþættur, þ.e.a.s. hann getur ræktað sitt eigið fóður, ræktað og slátrað kjúklingum og síðan selt og dreift kjötinu eftir eigin flutninga- og frystigeymslukerfi, innanlands og utan.

Árið 2022 hefur kjúklingakjötsframleiðsla í Úkraínu haldist stöðug þrátt fyrir stríðsátök. Minni innlend eftirspurn leiddi til meiri útflutnings og sérstaklega eftir að Evrópusambandið afnam tolla á úkraínskar vörur. Fréttamiðillinn Reuters segir frá því að hækkandi kostnaður í franskri kjúklingarækt sökum fóður- og orkuverðshækkana, sem og samkeppni við ódýrt innflutt kjöt, sé að ganga fram af þarlendum alifuglabændum. Samtök franskra kjúklingabænda hafa því beðið ESB að virkja varúðarreglu tollaniðurfellingarinnar þar sem hún er farin að valda framleiðendum tjóni. Slíkan fyrirvara er ekki að finna í íslensku reglugerðinni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...