Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Mynd / MHP
Utan úr heimi 13. mars 2023

Vilja hamla innflutning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Erfitt er að finna magntölur yfir úkraínska kjúklingaframleiðslu en því er haldið fram að landið sé þriðji stærsti birgirinn í Evrópu, utan Evrópusambandsins.

Árið 2021 voru flutt um 259.000 tonn af alifuglakjöti til ESB frá Úkraínu. Einn stór framleiðandi, Myroniscsky Hliboproduct (MHP), er með yfirburðastöðu á markaðnum. Sá framleiðandi er lóðrétt samþættur, þ.e.a.s. hann getur ræktað sitt eigið fóður, ræktað og slátrað kjúklingum og síðan selt og dreift kjötinu eftir eigin flutninga- og frystigeymslukerfi, innanlands og utan.

Árið 2022 hefur kjúklingakjötsframleiðsla í Úkraínu haldist stöðug þrátt fyrir stríðsátök. Minni innlend eftirspurn leiddi til meiri útflutnings og sérstaklega eftir að Evrópusambandið afnam tolla á úkraínskar vörur. Fréttamiðillinn Reuters segir frá því að hækkandi kostnaður í franskri kjúklingarækt sökum fóður- og orkuverðshækkana, sem og samkeppni við ódýrt innflutt kjöt, sé að ganga fram af þarlendum alifuglabændum. Samtök franskra kjúklingabænda hafa því beðið ESB að virkja varúðarreglu tollaniðurfellingarinnar þar sem hún er farin að valda framleiðendum tjóni. Slíkan fyrirvara er ekki að finna í íslensku reglugerðinni.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...