Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Mynd / mhh
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem er húsnæði við þjóðveg 1.

Þingborgarhópurinn, sem er öflugur prjónahópur, hefur haft aðstöðu í húsinu og er þar með ullarvinnslu og verslun.

Á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá hópnum þar sem kemur fram að honum hafi verið brugðið að sjá að húsið er komið á sölu. Sala hússins myndi setja starfsemi hópsins í uppnám en hópurinn hefur starfað frá árinu 1990.

Þingborgarhópurinn hefur óskað eftir því við Flóahrepp að húsið verði afhent hópnum til eignar endurgjaldslaust og að sveitarfélagið styðji starfsemi hópsins með því að fella niður gjöld af húsinu. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafnað erindinu og segist með þeirri ákvörðun vera að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og fylgja ábyrgri fjármálastjórnun og ráðstöfun eigna sveitarfélagsins.

„Sveitarstjórn ber að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum en ljóst er að ákvörðun um að gefa frá sér eignir eða fella alfarið niður gjöld af eignum skapar fordæmi til framtíðar,“ segir m.a. í bókun sveitarstjórnar. Þá má geta þess að uppsafnað tap á Gömlu Þingborg er um 5,4 milljónir króna á síðustu sjö árum þrátt fyrir innkomnar leigutekjur á þeim árum. Þá hefur viðhaldi og endurbótum húsnæðisins ekki verið sinnt eins og þörf krefur og því ljóst að húsið þarfnast töluverðra endurbóta á næstu árum.

Í Þingborgarhópnum eru 27 konur en fimm af þeim eru búsettar í Flóahreppi.

Skylt efni: Þingborg

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...