Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. maí 2023

Vilhjálmur og Elínborg handhafar verðlauna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson hlutu garðyrkjuverðlaun á sérstakri hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem stóð fyrir opnu húsi á sumardaginn fyrsta.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra færði þeim Elínborgu Erlu og Vilhjálmi verðlaunin.Elínborg Erla hlaut hvatningaverðlaun en hún er, garðyrkjuframleiðandi á Breiðargerði í Skagafirði. Hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum 2020. Í Skagafirði stundar hún lífræna útiræktun á grænmeti auk þess að vera með ræktun í þremur gróðurhúsum.

Þar að auki er skógrækt á jörð hennar á um 50 hektara svæði samkvæmt samningi við Skógræktina og gróðursettar um 10 þúsund plöntur á ári. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar í ár fékk Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur. Vilhjálmur er stúdent frá MR 1961 og hélt svo til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi í efnaverkfræði.

Vilhjálmur gegndi stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og síðar RANNÍS um langt árabil. Auk þess gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld sem fulltrúi í nefndum og ráðum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hann hefur einnig sinnt ritstörfum meðfram öðrum störfum og ritstýrði m.a. Riti Landverndar, bakgrunnsskýrslum á úttektum OECD á vísinda- og tæknistefnu Íslendinga og Garðyrkjuriti Garðyrkjufélags Íslands.

Vilhjálmur Lúðvíksson hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2023. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi í skógrækt og garðyrkju um langt árabil og stuðlað að ýmsum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif til langs frama.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f