Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vika til sælu
Líf og starf 2. maí 2025

Vika til sælu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, stendur til 3. maí.

Skagfirðingar eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og vikan fram undan ætti að reynast þeim drjúg í þeim efnum. Raunar var ýmislegt til gamans gert fyrir upphaf Sæluviku, nefnt forsæluviðburðir.

Sæluvikan var sett 27. apríl og þá veitt samfélagsverðlaun hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen. Í samantekt dómnefndar segir að Sigurður hafi árið 2015 fengið fálkaorðuna fyrir framlag til kynningar og sögu arfleifðar Sturlungaaldar, auk þess sem hann hafi auðgað menningarlíf í Skagafirði með ljóðum sínum um áratugaskeið. María sé einstaklega listfeng og reki handverks- og antíkverslun. Þau hjónin hafi m.a. byggt upp glæsilega aðstöðu og sýningu í Kakalaskála.

Boðið er upp á fjölda viðburða þessa daga og má þar nefna myndlistarsýningar, bíó og leikhús, opið hús í Náttúrustofu Norðurlands vestra, sólarhyllingu, skógarböð, jóga, kakó-athöfn, sánagús og hugleiðslu, áheitahlaup, gömludansaball, vöfflukaffi, flóamarkað og kántríball.

Upphaf Sæluviku má rekja til hátíðar á Reynistað í Skagafirði þann 2. júlí árið 1874, en sama ár var Íslendingum færð stjórnarskrá og var fagnað í Skagafirði sem og annars staðar á landinu. Sæluvika stendur til 3. maí. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...