Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Mynd / Carol Highsmith’s America
Utan úr heimi 2. júlí 2025

Viðvarandi þurrkar útbreiddir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaöryggi er ógnað vegna margra ára þurrkatíðar í mörgum af mikilvægustu matvælaframleiðslulöndum heimsins.

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað vegna þurrka í Brasilíu. Nautakjöt hefur aldrei verið dýrara í Bandaríkjunum þar sem beitarlönd í miðvesturríkjunum hafa þornað upp og bændur hafa þurft að skera niður sínar hjarðir. Á vatnasvæði Gulafljóts í Kína, sem er eitt mikilvægasta landbúnaðarhérað þar í landi, hefur verið óvenjulega þurrt og heitt, en Kína er einn stærsti ræktandi heimsins á hveiti. Frá þessu er greint í New York Times.

Þurrkar vofa yfir Úkraínu og Rússland, en hveitiuppskeran í þessum löndum mettar milljónir manna um víða veröld. Til að mynda hefur Marokkó þurft að reiða sig að miklu leyti á innflutning á hveiti frá Rússlandi eftir sex ára þurrk þar í landi. Ofan á skerta uppskeru kemur rof á aðfangakeðjum vegna aukinna átaka í Mið-Austurlöndum og Úkraínu.

Seðlabanki Evrópu áætlar að þurrkar muni minnka virði framleiðslu álfunnar um fimmtán prósent. Þurrkar ógna helst sunnanverðri Evrópu, þar sem áhrifanna er þegar farið að gæta.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...