Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Mynd / Carol Highsmith’s America
Utan úr heimi 2. júlí 2025

Viðvarandi þurrkar útbreiddir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaöryggi er ógnað vegna margra ára þurrkatíðar í mörgum af mikilvægustu matvælaframleiðslulöndum heimsins.

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað vegna þurrka í Brasilíu. Nautakjöt hefur aldrei verið dýrara í Bandaríkjunum þar sem beitarlönd í miðvesturríkjunum hafa þornað upp og bændur hafa þurft að skera niður sínar hjarðir. Á vatnasvæði Gulafljóts í Kína, sem er eitt mikilvægasta landbúnaðarhérað þar í landi, hefur verið óvenjulega þurrt og heitt, en Kína er einn stærsti ræktandi heimsins á hveiti. Frá þessu er greint í New York Times.

Þurrkar vofa yfir Úkraínu og Rússland, en hveitiuppskeran í þessum löndum mettar milljónir manna um víða veröld. Til að mynda hefur Marokkó þurft að reiða sig að miklu leyti á innflutning á hveiti frá Rússlandi eftir sex ára þurrk þar í landi. Ofan á skerta uppskeru kemur rof á aðfangakeðjum vegna aukinna átaka í Mið-Austurlöndum og Úkraínu.

Seðlabanki Evrópu áætlar að þurrkar muni minnka virði framleiðslu álfunnar um fimmtán prósent. Þurrkar ógna helst sunnanverðri Evrópu, þar sem áhrifanna er þegar farið að gæta.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...