Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðkvæmari fyrir útihita
Utan úr heimi 2. ágúst 2023

Viðkvæmari fyrir útihita

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Hér áður fyrr var talað um að besti umhverfishiti kúa séu 5-10 gráður og að þeim líði þó ágætlega frá -15 og upp í +25 gráður.

Þessar tölur byggja þó á gömlum rannsóknum og í dag er margt sem bendir til að kjörhitastig umhverfis fyrir kýr hafi lækkað þó nokkuð. Þetta kemur til af því að hver kýr framleiðir í dag miklu meiri mjólk en fyrir nokkrum áratugum og fyrir vikið er hitaframleiðsla þeirra sjálfra mun meiri í dag vegna gerjunar fóðurs í vömb. Hitaorka frá vömb er nánast hrein umframorka sem kýr þurfa að losna við og því meiri sem umhverfishiti kúa er, því erfiðara er fyrir kýrnar að losna við þennan hita. Í ofanálag skiptir rakastigið einnig máli, því með hækkandi rakastigi verður enn erfiðara fyrir kýrnar að losna við þessa orku.

Sænsk rannsókn á áhrifum umhverfishita á hámjólka kýr, þ.e. kýr sem innbyrða mikið magn fóðurs, sýnir að þegar við 15 gráðu umhverfishita fara að sjást áhrif á kýrnar með því að þær draga úr áti og við 20 gráðu hita eru áhrifin mjög skýr.

Í dag er algengast að miðað sé við 20 gráðu umhverfishita þegar byrja ætti að bjóða kúm upp á kælingu og skugga, þ.e. þær ættu að hafa tryggt aðgengi að skugga svo sólin nái ekki að skína beint á þær. Þetta er ein meginástæða þess að fleiri og fleiri kúabú í norðurhluta Evrópu eru farin að setja upp kælikerfi í fjósunum, þ.e. setja upp viftur sem sjá um að blása á kýrnar og gera nærumhverfi þeirra ákjósanlegt – rétt eins og fólk gerir í hita með blævæng, nú eða viftum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...