Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Viðhorf
Mynd / hkr.
Af vettvangi Bændasamtakana 10. febrúar 2025

Viðhorf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Matvælaráðuneytið lét framkvæma athyglisverða viðhorfskönnun meðal félagsmanna Bændasamtakanna seint á síðasta ári. Markmið ráðuneytisins var að afla upplýsinga um stöðu bænda og viðhorf þeirra til stuðningskerfis landbúnaðarins.

Bændur voru þar beðnir um að taka afstöðu til nokkurra spurninga sem tengjast búskapnum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að „tæpur fimmtungur svarenda“ bænda hafi svarað því til að þeir hefðu gert miklar breytingar á búrekstrinum til að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum, en 36% svöruðu „í meðallagi“ og 44,8% svöruðu „fremur litlar“, „mjög litlar“ eða „engar“. Alls svöruðu 153 því til að þeir hefðu engar breytingar gert, þar af 25% garðyrkjubænda sem svöruðu (átta talsins) og 22,2% hrossaræktenda (tólf talsins). Skógarbændur voru þeir bændur sem töldu sig helst hafa gert mjög miklar breytingar. Skyldi engan undra.

Þeir bændur sem svöruðu því til að þeir hefðu gert miklar breytingar, 171 talsins, fengu svo spurninguna: Hvaða breytingar hefur þú gert? Þarna verður könnunin sérstaklega eftirtektarverð því í niðurstöðum hennar eru birt skrifleg svör bænda.

Í tilkynningu ráðuneytisins eru svörin dregin saman með því orðalagi að helstu aðgerðir sem bændur hafi gripið til séu m.a. minnkuð áburðarnotkun og notkun lífræns áburðar, skógrækt og landgræðsla, minni notkun jarðefnaeldsneytis, betri nýting búfjáráburðar og skipulagsbreytingar til að auka sjálfbærni.

Þegar rennt er yfir umsagnir bændanna má sjá að ansi margir búfjárræktendur svara því til að þeir hafi aukið afurðir á hvern grip. Þarna er nefnilega raunhæfur og útreiknanlegur möguleiki til að draga úr loftslagsáhrifum og auka rekstrarhagkvæmni búa.

Meðal svarenda er bóndi sem segist hafa þrefaldað framleiðslugetu sína og annar sem segist hafa tvöfaldað afurðir ... kemur í ljós að svör bænda eru sum ansi beinskeytt ... eftir hvern grip. Betri framlegð leiðir einmitt til minna kolefnisspors á hverja framleiðslueiningu. Bændur eru því talsvert ötulir við að grípa til þeirra aðgerða sem mælt er með. Þannig svara frekar margir þeirra því til að þeir stundi skógrækt. Allmargir segjast hafa minnkað plastnotkun og olíukostnað eða sparað áburð á túnin, bætt nýtingu búfjáráburðar og uppfært tækjakost. Einn bóndi segir einfaldlega „Engin lausaganga véla“.

Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að svör bænda eru sum ansi beinskeytt. Allmargir svara nefnilega svo að til þess að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum hafi þeir einfaldlega hætt; hætt með kýrnar, hætt mjólkurframleiðslu, hætt sauðfjárbúskap, hætt nautaeldi. Tveir segjast hreinlega hafa hætt búfjárræktun og farið yfir í ferðaþjónustu.

Einn bóndi segir: „Hef endurnýjað allar nýjar dráttarvélar og keypt öll heyvinnslutæki sem eru ný og stærri, sem eykur afköst í heyskap verulega. Þetta ætti að minnka mengun mikið. Gæti gert enn betur með því að bjóða út allan heyskap, því þá menga ÉG ekkert, þetta sýnir fáránleikann í kolefnissporinu eða útreikningi á því.“ Annar er á sama máli, segist hafa keypt nýjar dráttarvélar og stærri heyvinnslutæki. „Síðan kemur til greina að bjóða út heyskap, þá menga ég ekkert skv. loftslagsbókhaldinu.“

Sumum gæti þótt æskilegra að nálgast bændur með bærilegri lausnum en „skipulagsbreytingum“ á borð við útvistun heyskapar eða að bregða búi til að mæta umhverfis- og loftslagskröfum, en í öllu falli er forvitnilegt að heyra hug bænda.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...