Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Mynd / Special Tours
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Víðförlir hnúfubakar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.

Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.

Staðsetning Grænhöfðaeyja.

Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...