Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Viðbúnaður dýraeigenda vegna náttúruhamfara
Fréttir 31. janúar 2020

Viðbúnaður dýraeigenda vegna náttúruhamfara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesi, hvetur Matvælastofnun ábyrgðarmenn dýra á svæðinu til að gera áætlanir og undirbúa viðbrögð í því skyni að draga úr hættu á slysum og þjáningum dýranna.

Að tilmælum Mast eiga allir eigendur dýra og umráðamenn fyrirtækja með starfsemi með dýr að gera áætlanir og undirbúa viðbrögð eftir því sem kostur er. Hver og einn þarf að velta fyrir sér hvernig hann telur að dýrum í hans umsjá sé best borgið við þær aðstæður sem kunna að skapast.

 

Bannað að flytja sauðfé yfir varnarhólf nema með aðkomu Mast


Komi til þess að flytja þurfi sauðfé burt af svæðinu þarf að hafa í huga að vegna riðu má ekki flytja fé í önnur varnarhólf, nema með aðkomu Matvælastofnunar. Reykjanesið tilheyrir Landnámshólfi, sem skiptist í sýkt og ósýkt svæði hvað varðar riðu. Innan sýkta svæðisins eru sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Grímsnes- og Grafningshreppur en í ósýkta hlutanum eru sveitarfélögin á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu. Fé má ekki flytja frá sýktu svæði til ósýkts. Því þurfa fjáreigendur á Reykjanesi að leitast við að finna stað í ósýkta hluta hólfsins, til að flytja féð á ef nauðsyn krefur. Ef enginn kostur innan ósýkts svæðis er mögulegur skal samband haft við Matvælastofnun sem mun þá meta þau úrræði sem völ er á.


Auðveldum umhirðu dýra


Meðal þess sem dýraeigendur þurfa að íhuga varðandi dýr sem ekki er hægt að flytja á brott, er hvort aðrir geti sinnt þeim ef þeir sjálfir eru ekki í stakk búnir til þess eða hafa þurft að yfirgefa þau í skyndi.

Til að auðvelda björgunarsveitum eða öðrum ókunnugum umhirðu dýranna, ættu eigendur að leitast við að hafa eftirtaldar upplýsingar uppfærðar og sýnilegar á þeim stað sem dýrin eru:


1. Nöfn, heimilisföng og símanúmer þeirra sem þekkja best til
2. Upplýsingar um hvar finna megi lista yfir dýrin með númerum og/eða öðrum einkennum
3. Upplýsingar um veikindi dýra, burði og aðra mikilvæga þætti
4. Upplýsingar um fjölda dýra og staðsetningu þeirra í húsum og beitarhólfum
5. Kort yfir hús og beitarhólf
6. Leiðbeiningar um helstu verk, s.s. fóðrun og mjaltir
7. Upplýsingar um fóður, s.s. staðsetningu og birgðir
8. Upplýsingar um stjórnun mikilvægs tækjabúnaðar, s.s. mjalta-, fóður- og loftræstikerfis, vararafstöðva o.s.frv.

Í þessu sambandi er einnig minnt á mikilvægi þess að einstaklingsmerkja og skrá gæludýr, hross og önnur dýr sem hætta er á að sleppi úr haldi og lendi á flækingi við skyndilegar náttúruhamfarir, meðal annars til að auðveldara sé að koma þeim til síns heima.


Ítarefni
 

Leiðbeiningar MAST fyrir dýraeigendur vegna eldgoss

Upplýsingar um varnarhólf

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...