Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem hafa verið í landbúnaði sakir óvenjulegrar kuldatíðar undanfarið.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í hópnum, segir honum ætlað að kortleggja ástandið. Ásamt henni sitja fundina fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og almannavarna ásamt fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra.

Þegar þetta er ritað hefur hópurinn fundað tvisvar og segir Guðrún Birna vinnuna vera á byrjunarreit. Fyrstu skrefin séu að taka stöðuna á ólíkum stöðum, en eftir fyrsta fundinn lá ljóst fyrir að kuldakastið hefði haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til lengri og skemmri tíma.

Ekki er búið að ákveða hversu lengi viðbragðshópurinn starfar þar sem ekki er vitað hvenær tjónið muni koma í ljós. Guðrún Birna segir lykilatriði að bændur skrái tjón með því að taka myndir, en gögn séu nauðsynleg til þess að hægt sé að bæta skaðann. Verklag í kringum gagnavinnslu verði kynnt fljótlega.

Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir í tölvupósti til
Bændablaðsins mikilvægt að ná utan um ástandið. Hún vilji koma því skýrt á framfæri við bændur að ráðuneytið standi heilshugar að baki þeim í ljósi þeirrar náttúruvár sem gengið hefur yfir.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...