Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Mynd / TB
Fréttir 28. febrúar 2020

Víða ratað: Talsverðir möguleikar gætu leynst í grasprótíni

Höfundur: Ritstjórn

Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu.

Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar á þessu verkefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Finnbogi ríður á vaðið, Ditte fjallar um fóðurfræði og samvinnu við Dani frá mínútu 42:50 og Hannes fer fyrir greiningu á innflutningi og arðsemisathuganir frá mínútu 53:40.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum og í spilaranum hér að neðan:

 Eftirfarandi atriði voru meðal helstu niðurstaðna verkefnisins:

  • Markaður fyrir prótín úr grasi er umtalsverður, en innflutningur á fóðri og fóðurhráefnum til landbúnaðarnota á Íslandi er um 100 þúsund tonn á ári.
     
  • Danskar rannsóknir hafa komið vel út varðandi fóðrun mjólkurkúa með grasprótíni og hrati úr framleiðslu þess. Fóðrun svína og kjúklinga með grasprótíni hefur einnig komið ágætlega út. Frekari rannsóknir eru í gangi í Danmörku.
     
  • Arðsemi uppbyggingar á vinnslu grasprótíns veltur m.a. á þáttum á borð við flutningskostnað, gengisþróun, nauðsyn á áburðargjöf og uppskeru á hektara.
     
  • Til að hægt sé að meta fýsileika vinnslu á grasprótíni betur þyrfti að eiga sér stað frekari söfnun upplýsinga. Sjá mætti fyrir sér tilraun sumarið 2020 í samvinnu bænda, danskra samstarfsaðila og fleiri hagaðila.

Hægt er að skoða kynningu á verkefninu hér.


Sveinn og Hannes Rannversson.


Ditte Clausen, ráðgjafi hjá RML, er viðmælandi Sveins í þætti dagsins.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...