Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Mynd / TB
Fréttir 27. desember 2019

Víða ratað: Oddný Anna vill að neytendur séu meðvitaðir um hvaðan maturinn kemur

Höfundur: Ritstjórn

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri nýrra Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað.

Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, meðal annars úti í Kaliforníu. Hún ákvað að venda sínu kvæði í kross þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2010 og einsetti sér að starfa í matvælageiranum og hafa þar áhrif til góðs.

„Ég sá að það var ýmislegt að í matvælageiranum hvað varðar umhverfismálin, dýravelferð og hollustu matvæla. Hvernig maturinn hafði breyst án þess að neytendur, og þar með talið ég, höfðu gert sér grein fyrir því. Ég varð eiginlega svolítið reið og fannst að ég hafði verið blekkt. Ég hafði svo mikið traust til þess sem stóð á matvælum og ég komst að því að það voru vaxandi hreyfingar úti um allt sem voru að stuðla að betra umhverfi og aukinni upplýsingu neytenda. Að gera neytendur meðvitaða um hvaðan maturinn kemur og hvað er í honum og hvaða áhrif það hefur á heilsu, umhverfi og dýravelferð. Ég ákvað að slást í hópinn og svo leiddi eitt af öðru.“


Oddný Anna er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Oddný fór fljótlega að starfa í lífræna- og heilsugeiranum og kom að stofnun Samtaka lífrænna neytenda. Hún starfaði síðan sem framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Yggdrasil og síðar sem ráðgjafi hjá Krónunni. Nú er hún bóndi í Gautavík í Berufirði þar sem hún og eiginmaður hennar hafa m.a. gert tilraunir með hamprækt. Að auki sinnir hún ráðgjafarstörfum og fer fyrir starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bættar upprunamerkingar matvæla.

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru vistaðir eru undir heitinu „Hlaðan“ og eru aðgengilegir á SoundCloud og í helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...