Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stórfenglegt samspil ljóss og skugga.
Stórfenglegt samspil ljóss og skugga.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Menning 26. júní 2023

Við heimskautsbaug

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Norður á Melrakkasléttu, örfáum kílómetrum sunnan við heimskautsbaug, nyrst allra þéttbýlisstaða á Íslandi, situr sjávarþorpið Raufarhöfn sem telur tæpa 200 íbúa.

Raufarhöfn er einn fegursti staður landsins þar sem dagurinn er hvað stystur að vetri og lengstur að sumarlagi. Sest sólin ekki í nokkrar vikur í kringum sólstöðurnar, 20.– 22. júní enda þorpið hvað næst heimskautsbaug og birtan því dýrðleg og ekkert sem skyggir á sólris og setur að því gefnu að himinninn sé ekki baðaður skýjum.

Sjónarspil ljóss og skugga varð til þess að Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri bæjarins, fór að velta því fyrir sér hvernig mætti fanga þessa dýrð og jafnvel nýta í þágu ferðaþjónustu. Fyrstu vangaveltur Erlings voru hvort hægt væri að setja upp sólúr með mögnuð áhrif miðnætursólarinnar í huga. Eftir að hafa rætt við ýmsa aðra hugsuði var niðurstaðan sú að aðstæður Melrakkasléttu gætu boðið upp á eitthvað enn þá öflugra. Samtal við listamanninn Hauk Halldórsson vatt upp á sig og þeir félagar sáu fyrir sér að hægt væri að fanga miðnætursólina í gegnum gáttir eða hlið, til að auka áhrifin af því sjónarspili sem hún er. Reisa mætti virki á borð við Stone Henge þar sem blönduð yrði fortíð við nútíð og fært yrði dvergatal Völuspár til dagsins í dag.

Var hugmyndin styrkt af Nýsköpunarsjóði árið 2003 þegar Raufarhafnarhreppur hlaut 750.000 krónur vegna verkefnisins „Heimskautsgerði, átak í atvinnumálum á Raufarhöfn“ undir flokknum „Átak til atvinnusköpunar“. Þá úthlutaði Raufarhafnarhreppur landi undir gerðið og veitti aðgang að grjótnámu hreppsins endurgjaldslaust. Sumarið 2005 ákváðu heimamenn á Raufarhöfn og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga að sækja um styrkveitingu til verkefnisins frá Nýsköpunarsjóði námsmanna enda um heilmiklar framkvæmdir að ræða, bæði hvað varðaði byggingu gerðisins svo og vegaframkvæmda sem óhjákvæmilega fylgdu með. Kom fram í umsóknum um styrkveitingu lýsing á verkinu og í henni segir m.a. að: Heimskautsgerðið við Raufarhöfn skuli rísa á Melrakkaás, hæð einni rétt fyrir ofan Raufarhöfn. Um sé að ræða hring, 54 m að þvermáli, girtur með hlöðnum vegg og hliði sem opnast mót höfuðáttunum. Neðra lag hleðslunnar er um 2,5 m hátt og ofan á það eru myndaðar 68 gáttir og samfelld hleðsla ofan á þeim. Með þessu móti mun hleðslan fljóta í geislum miðnætursólar og við sólris og sólsetur á öðrum tímum ársins. Í miðju hringsins verður 8-10 m há súla sem hvílir á fjórum stöplum. Bilin milli stöplanna fjögurra vísa að hliðunum og mun miðnætursólin birtast í gegnum bilið sem snýr að norðurhliðinu. Þá er horft til jafndægra og þegar sól er lægst á lofti. Fjórar súlur eru í kringum miðjuna hver með sínu sniði. Geislasteinn, holur að innan með átta gáttum, stendur á 2 m. háum stöpli og endurvarpar sólarljósi í allar áttir. Bendisteinninn er til hliðar við hann og mun gegna hlutverki sólúrs. Hádegissteinn er að ofan, hringlaga með u.þ.b. 70 cm. gati, sem lagt verður að innan með speglum, sem munu endurvarpa sólarljósi í vissri stöðu og hann mun einnig boða sumarkomu. Pólstjörnusteinninn er súla, þar sem sjá má staðsetningu Pólstjörnunnar með því að horfa í gegnum gat sem stillt er með ákveðnum halla í rauf. Við hönnun þessara fjögurra steina verður haft að leiðarljósi að gera þá sérkennilega og eftirminnilega og tengja þá framleiðslu minjagripa.

Dvergatal Völuspár leikur þarna stórt hlutverk. Þeir sem eru kunnugir fornbókmenntunum vita að þarna er um að ræða 72 dverga sem allir hafa hlutverk og sín séreinkenni. Hefur steinum, í þeirra stað, verið raðað á þann hátt að hver um sig táknar fimm daga viku – árhringur dverga er myndaður sem eins konar almanak. Hægt er að tengja þá við afmælisdaga auk þess sem þeir eru hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir. Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði. Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum.

Heimskautsgerðið er mikilfenglegt á að líta en allt grjót notað í hleðsluna kemur úr grjótnámu Raufarhafnarhrepps, stærstu steinarnir allt að 3 tonn þungir. Þarna er um að ræða leik að ljósi í bland við fornsögu- og menningarlegar hugmyndar þar sem sólarljósið skartar sínu fegursta.

 

Skylt efni: Raufarhöfn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...