Vísindalegar rannsóknir hafa að auki leitt í ljós að blóðtökurnar íþyngja hryssunum sáralítið og heilbrigði gripanna í stóðunum er afar gott."
Vísindalegar rannsóknir hafa að auki leitt í ljós að blóðtökurnar íþyngja hryssunum sáralítið og heilbrigði gripanna í stóðunum er afar gott."
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Höfundur: Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka.

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóðnytjunum. Skepnuhöld voru góð eins og jafnan raunar; afföll sáralítil, mikið minni en í öðrum afurðaframleiðslugreinum. Eðli blóðnytjanna er þannig að megnið af árinu geta hryssurnar lifað í samræmi við náttúrulegt eðli sitt og vel er um þarfir þeirra sinnt enda er það allra hagur að stóðin séu vel haldin. Vísindalegar rannsóknir hafa að auki leitt í ljós að blóðtökurnar íþyngja hryssunum sáralítið og heilbrigði gripanna í stóðunum er afar gott.

Fyrirtækið, í góðu samstarfi við bændur, beitir sér jafnt og þétt fyrir því að betur sé gert. Þannig er unnið að smíði betri blóðtökubása, bættri aðstöðu til samanrekstrar stóða og skipulagningu vinnunnar. Engin búgrein á landinu sætir eins miklu eftirliti Matvælastofnunar (MAST) og blóðnytjarnar. Undan því er ekki verið að kvarta, fyrirtækið fagnar slíkri fagvinnu og hefur sjálft stóraukið þungann í fagstarfi sínu á sviði dýralækninga.

Það er einn þáttur í eftirlitsskýrslum MAST sem sker sig úr og það eru athugasemdir við lengd hófa. Á árinu hóf fyrirtækið notkun á véltækni við hófhirðu og lofar það góðu. Lesa má nánar um þetta í starfsskýrslu ársins sem birt er á heimasíðu Ísteka; www.isteka.is.

Nánar um útkomu ársins

Í ár var heildarfjöldi hryssna í stóðum bænda rétt tæp 5 þúsund sem er áþekkt og í fyrra. Fjöldi hryssna sem festu fang og nýttust þar með í blóðnytjunum var rúmlega 4.100, fyljun var mjög góð eins og flest önnur ár og nánast sú sama og í fyrra (84%). Það er athyglisvert að enginn munur skuli vera þar á, því vel mætti álykta að fyljunin í ár ætti að vera nokkru hærri en í fyrra, eins afleitt og veðurfarið var þá. Þetta sýnir svart á hvítu hvers konar afburðaskepna íslenski hesturinn er; frjósamur og hraustur, einkum ef hann fær notið sem mest náttúrulegs atferlis síns. Hryssurnar fá við folum við náttúrulega pörun snemmsumars. Blóðsöfnunin fer svo fram frá hásumri fram til í fyrstu viku október. Hún stendur venjulega yfir í tólf vikur en mest má taka átta sinnum úr hverri hryssu og er blóð tekið einu sinni í viku á hverjum stað. Í ár var blóð tekið alls í rúmlega 25.800 skipti á um 90 starfsstöðvum.

Hinn lykileiginleikinn í blóðnytjunum er framleiðni hverrar hryssu. Mælingar hafa sýnt að jákvæð fylgni er á milli skiptafjöldans sem hryssur ná að gefa blóð með tilskildum styrk hormónsins og magns þess í blóði þeirra. Þetta hefur verið lagt til grundvallar í verðskránni. Ánægjulegt er að um erfðaeiginleika er að ræða og hafa bændur kynbætt stofn sinn m.t.t. þessa með góðum árangri, sjá nánar í greininni; „Efling eiginleikanna“ í 23. tbl. Bændablaðsins ´22, sem er á heimasíðu okkar. Úrvalsgóðar hryssur, þ.e. hryssur sem ná að gefa nýtanlegt blóð í sjö til átta skipti, eru í ár 60,7% af heildinni og hefur þeim fjölgað ár frá ári. Tekjur af blóðsölu úr meðalhryssu á árinu var 128 þúsund krónur en sé eingöngu litið til úrvalsgóðu hryssnanna voru tekjurnar um 170 þúsund krónur á hvern grip. Uppgefnar tölur eru án vsk. og einnig eru ótaldar tekjurnar af innleggi eða öðrum nytjum folalda hryssnanna.

Af framansögðu má sjá að staðan hvað varðar gæði hryssustofnsins er góð. Það er svo enn til að auka bjartsýni á framtíðarhorfurnar að umframeftirspurn er eftir framleiðsluvöru fyrirtækisins frá lyfjaframleiðslufyrirtækjum erlendis, enda um hágæðavöru að ræða sem engin efnafræðileg hermiefni komast í hálfkvisti við. Áhugasamir bændur eru hvattir til að hafa samband við Ísteka hafi þeir áhuga á að hefja viðskipti.

Afurðaframleiðsla eða tilraunastarfsemi?

Ísteka hefur aðra sýn á það en stjórnvöld hvert regluverk blóðnytja ætti að vera. Þau telja að um tilraun sé að ræða (sem þá hefur staðið yfir í 40 ár!) en við teljum þær til landbúnaðarstarfsemi. Við viljum að það regluverk sem áður var í gildi og staðfesti okkar sjónarmið gildi áfram. Dómsmál um þetta efni sem við efndum til er til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands og ekki útséð um það hvenær niðurstaða fæst. Til vara hefur Ísteka sótt um leyfi í takt við sýn og boðun stjórnvalda á grundvelli „tilraunadýra“reglugerðar. Við vonum þó að með niðurstöðu dómsmálsins verði slíkum tilraunaskilningi stjórnvalda hnekkt. Leyfi samkvæmt varaleiðinni ætti að liggja fyrir á fyrri hluta árs 2026.

Lesendur góðir, njótið helgi hátíðanna og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir liðið.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Jöklar hörfa hratt
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. ...

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f