Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla
Fréttir 8. október 2015

VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla

Í tilkynningu frá VG í Skagafirði kemur fram að á aðalfundi félagsins þann 7. október 2015, hafi verið lýst andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla á  á innfluttar landbúnaðarafurðir án fyrirliggjandi úttektar á áhrifum á íslenska landbúnaðarframleiðslu og án þess að gerður hafi verið nýr búvörusamningur til lengri tíma.

Í tilkynningunni segir ennfremur orðrétt:

Matvælaframleiðsla er ein meginstoð byggðar í Skagafirði. Héraðið er eitt sterkasta mjólkur og kjötframleiðslusvæði landsins. Margvíslegur þjónustuiðnaður hefur byggst upp í kringum matvælaiðnaðinn.  Ferðaþjónusta og matarmenning  er miklvæg grein í örri þróun. Þessar greinar skipta sköpum fyrir búsetu og afkomu íbúa héraðsins.

Fréttir af nýgerðum milliríkjasamningi milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) um viðskipti með búvörur og  niðurfelling tolla  vekja því upp ugg um framtíðarhorfur landbúnaðar og matvælaiðnaðar í Skagafirði. Afnám tolla í þeim mæli sem samningarnir gera ráð fyrir geta haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir innlendan landbúnað og matvælavinnslu. Samningurinn við ESB virðist  gerður án samráðs  og í algjörri andstöðu við gildandi samninga um starfskilyrði greinarinnar sem og stefnu stjórnvalda um matvælaframleiðslu á Íslandi. Stjórnvöld virðast einnig hafa vanrækt að gera fyrirfram  heildræna úttekt á áhrifum samningsins á vöruframboð  þróun og  samkeppnisstöðu einstakra búgreina til lengri tíma. Atvinnuöryggi og störf  fjölda fólks er sett í uppnám  sem og rekstur afurðastöðva og fyrirtækja í matvælavinnslu, og iðnaði.

Áður en lengra er haldið þarf að meta áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Störf og afkoma fjölda bænda og starfsfólks í úrvinnslugreinum er í húfi.

Aðalfundur VG í Skagafirði skorar því á þingmenn að taka málið upp og staðfesta ekki slíka samninga nú án þess að gengið hafi verið frá nýjum samningum um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma.

Núverandi búvörusamningur rennur út í lok næsta árs. Fyrirkomulag tolla hefur verið hluti slíkra samninga og því eðlilegt að ákvarðanir um breytingar á þeim séu teknar samhliða gerð nýrra langtímasamninga um starfskilyrði landbúnaðar og matvælavinnslu í landinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...