Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er gott að hafa góða vettlinga að setja á hendurnar. Góð gjöf fyrir alla herramenn.

DROPS Design: Mynstur u-955
Stærðir: S/M (L/XL)
Ummál: Ca 21 (23) cm.
Lengd: ca 24 (24) cm með uppábroti á stroffi.

Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst).
- 50 (50) g litur 01, rjómahvítur.
- 100 (100) g aðallitur nr. litur 55, ljósbrúnn eða litur nr. 73, bensín.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 23 lykkjur x 32 umferðir = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1, A.2, A.3 og A.x. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.x sýnir hvar á að staðsetja þumalinn á hægri vettlingi. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp meðan aukið er út fyrir þumal. Þegar útaukning fyrir þumal hefur verið gerð til loka, setjið þessar lykkjur á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Í lokin er þumallinn prjónaður.

Vinstri vettlingur: Fitjið upp 48 (48) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3 með aðallit, prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út 0 (4) lykkjur jafnt yfir = 48 (52) lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 – þegar prjónað hefur verið upp að svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 yfir þessar 3 lykkjur. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 (auknar eru út lykkjur í A.2). Eftir síðustu umferð í A.2, eru 11 lykkjur í A.2 – setjið þessar lykkjur á þráð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 lykkjur þar sem lykkjur voru settar á þráð = 48 (52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan eftir A.1 yfir allar lykkjur. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Þumall: Setjið 11 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna nr. 3. Byrjið umferð með því að prjóna upp 9 lykkjur á bakhlið á þumli (takið upp 2 lykkjur í hvorri hlið, 5 lykkjur í 3 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp) = 20 lykkjur.

Prjónið mynsturteikningu A.3. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, eru 4 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Hægri vettlingur: Prjónið á sama hátt og vinstri vettling, en þumallinn er prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar á að prjóna þumalinn í mynstri.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...