Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er gott að hafa góða vettlinga að setja á hendurnar. Góð gjöf fyrir alla herramenn.

DROPS Design: Mynstur u-955
Stærðir: S/M (L/XL)
Ummál: Ca 21 (23) cm.
Lengd: ca 24 (24) cm með uppábroti á stroffi.

Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst).
- 50 (50) g litur 01, rjómahvítur.
- 100 (100) g aðallitur nr. litur 55, ljósbrúnn eða litur nr. 73, bensín.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 23 lykkjur x 32 umferðir = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1, A.2, A.3 og A.x. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.x sýnir hvar á að staðsetja þumalinn á hægri vettlingi. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp meðan aukið er út fyrir þumal. Þegar útaukning fyrir þumal hefur verið gerð til loka, setjið þessar lykkjur á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Í lokin er þumallinn prjónaður.

Vinstri vettlingur: Fitjið upp 48 (48) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3 með aðallit, prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út 0 (4) lykkjur jafnt yfir = 48 (52) lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 – þegar prjónað hefur verið upp að svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 yfir þessar 3 lykkjur. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 (auknar eru út lykkjur í A.2). Eftir síðustu umferð í A.2, eru 11 lykkjur í A.2 – setjið þessar lykkjur á þráð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 lykkjur þar sem lykkjur voru settar á þráð = 48 (52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan eftir A.1 yfir allar lykkjur. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Þumall: Setjið 11 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna nr. 3. Byrjið umferð með því að prjóna upp 9 lykkjur á bakhlið á þumli (takið upp 2 lykkjur í hvorri hlið, 5 lykkjur í 3 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp) = 20 lykkjur.

Prjónið mynsturteikningu A.3. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, eru 4 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Hægri vettlingur: Prjónið á sama hátt og vinstri vettling, en þumallinn er prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar á að prjóna þumalinn í mynstri.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...