Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vetrartrefill
Hannyrðahornið 2. október 2023

Vetrartrefill

Höfundur: Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd

Efni:

Einn þráður Þingborgarlopi í sauðalit og einn þráður Hörpugull, sem er litaður Þingborgarlopi. Eins má nota Slettuskjótt sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi. Hægt er að nota nánast hvað sem er sem er svipað að grófleika og tvöfaldur lopi, t.d. einn þráð lopa og einn þráð Love Story eða Gilitrutt frá Helene Magnússon, Lambaband frá Gilhaga og einn þráð af Love Story. Jurtalitað Dóruband (Þingborgarband) og einn þráður lopi er líka frábært saman. Möguleikarnir eru óendanlegir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Tillögur:

100 g Þingborgarlopi og 100 g (2 dokkur) Hörpugull.

200 g (4 dokkur) Slettuskjótt

100 g plötulopi og 50 g (2 dokkur) Love story. Þessi blanda er mjög fíngerð og létt.

100 g plötulopi og 100 g (4 dokkur) Gilitrutt

100 g plötulopi, 100 g (2 hespur) Dóruband

Svo er hægt að nýta afganga sem til eru og hægt að blanda ýmsu saman og útkoman getur orðið mjög skemmtileg.

Áhöld:

6 mm prjónar, þægilegast er að prjóna þennan trefil á 80 sm hringprjón, en líka hægt að nota bandprjóna.

Aðferð:

Trefillinn er prjónaður með garðaprjóni fram og til baka. Kantur er tveggja lykkju snúrukantur (I-Cord) og er gerður svona: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið bandið fram fyrir prjóninn og takið þessar tvær lykkjur sem eftir voru óprjónaðar á hægri prjóninn.

Þegar prjónað er til baka er bandið fyrir aftan þessar tvær lykkjur. Gerið eins þegar komið er á hinn endann. Myndbönd á YouTube sýna þetta mjög vel.

Trefillinn:

Fitjið upp 50 lykkjur. Prjónið 2 lykkjur, sláið upp á prjóninn og prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið tvær lykkjur saman og gerið snúrukant á endann eins og lýst er að ofan. Prjónið til baka þar til 2 lykkjur eru eftir og gerið snúrukant þar einnig. Endurtakið þessar umferðir þar til trefillinn er orðinn nógur langur og fellið þá af, en hann má alveg ná 150 sm svo hægt sé að vefja honum um hálsinn á sér. 

Skylt efni: trefill

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...