Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Þetta dekk undan fjölskyldubíl var komið með sprungið á dekkjaverkstæði í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nokkru og í fúlustu alvöru beðið um að gert yrði við það.
Þetta dekk undan fjölskyldubíl var komið með sprungið á dekkjaverkstæði í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nokkru og í fúlustu alvöru beðið um að gert yrði við það.
Á faglegum nótum 17. október 2014

Vetrardekk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ég hef oftar en einu sinni sagt að sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð eigi bara að fá eina tegund af aðstoð.

Sá sem er vanbúinn til vetraraksturs á að fá hjálp til að komast út fyrir veg svo að viðkomandi sé ekki hættulegur og til trafala fyrir aðra ökumenn.

Ný reglugerð um mynstursdýpt dekkja tekur gildi 1. nóvember

Þeim „skussum“ sem ekki eru rétt búnir til vetraraksturs ætti að fækka næsta vetur. Breytt lágmarks mynstursdýpt hjólbarða samkvæmt nýrri reglugerð er 3,0 mm að lágmarki, (mynstursdýpt yfir vetrartímann 1. nóvember–14. apríl) og 1,6 mm lágmarks mynstursdýpt yfir sumartímann (15. apríl–31. október.). Miðað við lestur minn af vefsíðum tryggingarfélaganna mega menn búast við að tryggingarfélögin taki þessa reglugerð alvarlega og mælist dekkjamynstursdýpt of lítil er hætt við að menn séu í slæmum málum.

Auðvelt að mæla mynstursdýpt

Mjög auðvelt er að fylgjast með munstursdýpt með því að mæla dekkin reglulega og sem dæmi þá er gott að nota einnar krónu pening til mælinga. Á landvættarhliðinni er innri hringur á peningnum þar sem myndin af landvættinum byrjar og út á brún peningsins eru 4 mm. Allir hjólbarðar eiga að vera með merki sem kallast slitmerki og þaðan á að mæla mynstursdýpt hjólbarða. Einstaka dekk eru auðveldari að lesa en önnur og má þar nefna Nokian-dekk, en þau hafa þá sérstöðu að á þeim er dekkjaslitmerking sem sýnir mynstursdýptina hverju sinni. Mikilvægt er að fylgjast vel með mynstursdýpt dekkjanna til að tryggja akstursöryggi við krefjandi aðstæður.

Góð dekkjaslitmerking Nokian-vetrardekkja

Skalinn á dekkjaslitmerkingunni byrjar í 8 sem þýðir að dekkið er með meira en 8 mm mynstursdýpt. Með aukinni notkun eykst slit dekksins og fyrst hverfur talan 8 og hæsta talan er þá 6. Það þýðir að mynstursdýptin er þá meiri en 6 mm en minni en 8 mm. Því næst hverfur talan 6 og eftir stendur talan 4. Það merkir að mynstursdýptin er meiri en 4 mm en minni en 6 mm. Þegar talan 4 og snjókorna-táknið hverfur (það gerist samhliða) mælir Nokian með að endurnýja dekkið til að tryggja viðunandi öryggi. Fróðleikur í þessum pistli var m.a. fenginn á vefsíðunum: www.sjova.is, www.fib.is og www.max1.is.
 

2 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...