Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svona munu vetnisknúnu gámaflutningaskipin, sem Samskip er að láta smíða á Indlandi, líta út.
Svona munu vetnisknúnu gámaflutningaskipin, sem Samskip er að láta smíða á Indlandi, líta út.
Mynd / Samskip
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verði hleypt af stokkunum og þau tekin í notkun á siglingaleiðum innan Evrópu eftir um tvö ár.

Vetnisskipin verða meðal hinna fyrstu sinnar tegundar í heiminum og boðberi nýrra tíma í útblásturslausum skipaflutningum, að sögn talsmanna Samskipa.

Um er að ræða tvö vetnisknúin flutningaskip sem sigla munu á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Gert er ráð fyrir að smíði skipanna taki tvö ár en að baki er fimm ára langt hönnunarferli. Hönnun skipanna er unnin í samstarfi við Naval Dynamics AS í Noregi.

Skipin verða 135 metra löng og búin 3,2 MW vetnisefnarafal og dísilvél til vara. Þau geta hvort um sig borið 500 gámaeiningar (TEU). Samskip segja þetta fyrstu skip heims í þessum stærðarflokki.

Fyrsta stálið í skipin var skorið hjá Cochin-skipasmíðastöðinni í Kochi á Indlandi fyrir skemmstu.

Stefnt að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040

„Sjálfbærni er samofin kjarnastefnu Samskipa sem hefur markmið sín í þeim efnum að leiðarljósi hvarvetna í starfseminni,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

Með smíði Seashuttle-flutningaskipanna færi Samskip sig í átt að útblásturlausum skipaflutningum, en fyrirtækið hafi sett markið á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Samskip hófu þessa vegferð með skipum sem ganga fyrir jarðgasi, eða LNG. Á lengri siglingaleiðum, eins og til Íslands, ætla Samskip líka að vera í fararbroddi og stefna að upptöku nýjustu og bestu tækni um leið og hægt er,“ segir Ágústa.

Samskip tóku árið 2017 við rekstri skipanna Kvitnos og Kvitbjørn sem brenna fljótandi jarðgasi. Skipin voru smíðuð 2015. Skipin losa ekki köfnunarefnisoxíð, lágmarka brennisteinsdíoxíð og eru sögð losa um 70 prósent minni koltvísýring á hvert flutt tonn.

Are Gråthen, sem fer fyrir starfsemi Samskipa í Svíþjóð og Noregi og hefur haldið utan um SeaShuttle-vetnisskipaverkefnið, hefur sagt skipin ekki verða alsjálfvirk, því tæknin sé ekki komin þangað, hvorki hvað varðar sjálfkeyrandi skip né bíla, en þau verði þó gerð tilbúin undir sjálfvirkni.

Sigla milli Noregs og Hollands

Vetnisknúnu flutningaskipin munu flytja vörur milli Noregs og Hollands, um 700 sjómílna leið, og verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án mengandi útblásturs, að sögn fyrirtækisins. Áætlað sé að með notkun vetnisins sparist hjá hvoru skipi útblástur sem nemi um 25.000 tonnum CO2. Þá verði skipin útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku.

Smíði skipanna er hluti af brautryðjendaverkefninu Seashuttle, unnið í samstarfi við græna fjármögnunaráætlun norskra stjórnvalda sem miðar að útblásturslausum flutningum með notkun nýrra sjálfbærra tæknilausna.

Skylt efni: vetnisknúin skip

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...